Volvo vex hraðast lúxusbílaframleiðenda Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2014 09:41 Volvo V40. Sala Volvo bíla í Evrópu jókst um 12,9% á fyrstu 8 mánuðum ársins og það setur Volvo í efsta sætið meðal 5 stærstu lúxusbílaframleiðenda álfunnar. Sala Volvo bíla í Kína jókst um 36,9% á sama tímabili en minnkaði um 10,9% í Bandaríkjunum. Taka skal fram að Volvo á langt í land hvað sölumagn bíla varðar í samanburði við BMW, Audi og Mercedes Benz. Best gekk að selja Volvo bíla í Þýskalandi, Bretlandi og á heimavígstöðvunum í Svíþjóð, en einnig varð ágæt aukning í sölu á Ítalíu, Frakklandi, Spáni, Finnlandi og Póllandi. Kaupendur bíla hafa tekið endusköpuðum bílgerðum Volvo S60, V60, XC60, V70, XC70 og S80 vel og hefur Volvo tekist að endurnýja þær allar á fremur skömmum tíma. Volvo á enn inni söluna á XC90 jeppann sem nýverið var kynntur og er búist við því að hann muni bæta hressilega við söluna hjá Volvo. Ekki er þó enn farið að afhenda nýjan XC90 til kaupenda en pantanir á bílnum gefur Volvo ástæðu til bjartsýni. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent
Sala Volvo bíla í Evrópu jókst um 12,9% á fyrstu 8 mánuðum ársins og það setur Volvo í efsta sætið meðal 5 stærstu lúxusbílaframleiðenda álfunnar. Sala Volvo bíla í Kína jókst um 36,9% á sama tímabili en minnkaði um 10,9% í Bandaríkjunum. Taka skal fram að Volvo á langt í land hvað sölumagn bíla varðar í samanburði við BMW, Audi og Mercedes Benz. Best gekk að selja Volvo bíla í Þýskalandi, Bretlandi og á heimavígstöðvunum í Svíþjóð, en einnig varð ágæt aukning í sölu á Ítalíu, Frakklandi, Spáni, Finnlandi og Póllandi. Kaupendur bíla hafa tekið endusköpuðum bílgerðum Volvo S60, V60, XC60, V70, XC70 og S80 vel og hefur Volvo tekist að endurnýja þær allar á fremur skömmum tíma. Volvo á enn inni söluna á XC90 jeppann sem nýverið var kynntur og er búist við því að hann muni bæta hressilega við söluna hjá Volvo. Ekki er þó enn farið að afhenda nýjan XC90 til kaupenda en pantanir á bílnum gefur Volvo ástæðu til bjartsýni.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent