Rolls Royce fjórfaldast á 10 árum Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2014 11:45 Rolls Royce bílar. Fyrir um 10 árum síðan framleiddi breski bílaframleiðandinn Rolls Royce aðeins um 1.000 bíla á ári, en á næsta ári er gert ráð fyrir ríflega 4.000 bíla sölu. Í ár stefnir í 3.500 bíla sölu en með tilkomu nýrrar gerðar, Rolls Royce Wraith verður fjögur þúsund bíla markinu vafalaust náð á næsta ári. Í heimi bílaframleiðenda eru það ekki margir bílar sem Rolls Royce framleiðir og meira að segja bliknar framleiðsla Rolls Royce við hlið aðalkeppinautarins Bentley sem selur um 10.000 bíla á ári. Bílar fyrirtækjanna eru þó það dýrir að velta þeirra beggja er umtalsverð og hagnaðurinn ágætur. Hagnaður af rekstri Rolls Royce er það mikill að fyrirtækið þarf ekki lengur að seilast í vasa eigandi síns, BMW, til að fjármagna þróun á nýjum bílgerðum. Rolls Royce selur nú bílgerðirnar Phantom, Phantom Coupe, Ghost og Wraith og til stendur að bæta stórum lúxusjeppa í flóruna og stendur þróun þess bíls nú yfir. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent
Fyrir um 10 árum síðan framleiddi breski bílaframleiðandinn Rolls Royce aðeins um 1.000 bíla á ári, en á næsta ári er gert ráð fyrir ríflega 4.000 bíla sölu. Í ár stefnir í 3.500 bíla sölu en með tilkomu nýrrar gerðar, Rolls Royce Wraith verður fjögur þúsund bíla markinu vafalaust náð á næsta ári. Í heimi bílaframleiðenda eru það ekki margir bílar sem Rolls Royce framleiðir og meira að segja bliknar framleiðsla Rolls Royce við hlið aðalkeppinautarins Bentley sem selur um 10.000 bíla á ári. Bílar fyrirtækjanna eru þó það dýrir að velta þeirra beggja er umtalsverð og hagnaðurinn ágætur. Hagnaður af rekstri Rolls Royce er það mikill að fyrirtækið þarf ekki lengur að seilast í vasa eigandi síns, BMW, til að fjármagna þróun á nýjum bílgerðum. Rolls Royce selur nú bílgerðirnar Phantom, Phantom Coupe, Ghost og Wraith og til stendur að bæta stórum lúxusjeppa í flóruna og stendur þróun þess bíls nú yfir.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent