Fjörutíu nefndir starfa á vegum Sigmundar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. október 2014 11:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er forsætisráðherra og yfir nefndunum. Margar nefndanna eru fastanefndir. Vísir / Daníel Fjörutíu nefndir starfa eða hafa starfað á vegum forsætisráðuneytisins frá kosningum. Kostnaður við þessar nefndir hefur verið rúmlega 92 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari frá forsætisráðuneytinu við fyrirspurn Vísis.Verkefnanefndir fyrirferðamestar Flestar nefndanna eru verkefnanefndir sem skipaðar eru af ráðherra. Þar á meðal er til að mynda ráðgjafanefnd um afnám hafta, sérfræðingahópur um afnám verðtryggðar af neytendalánum og starfshópur um öryggismál æðstu stjórnar ríkisins. Alls hafa 23 verkefnanefndir verið við störf á tímabilinu en þrjár hafa lokið störfum. Tuttugu eru því starfandi enn í dag en sex þeirra eru ótímabundnar.Sautján ráðherra- og fastanefndir Sex ráðherranefndir starfa á vegum forsætisráðuneytisins og eru þær allar ótímabundnar. Þar á meðal eru nefndir um efnahagsmál, jafnrétti kynja og ríkisfjármál. Enginn sérstakur kostnaður hefur fallið til vegna starfa þeirra samkvæmt yfirliti forsætisráðuneytisins. Til viðbótar þessu starfa ellefu fastanefndir eða lögbundnar nefndir á vegum ráðuneytisins. Þar er til að mynda óbyggðanefnd, sem kostað hefur 22 milljónir króna á tímabilinu, úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem kostað hefur tæpar átta milljónir, og Þingvallanefnd.Verðtryggingarnefndin dýrust Í yfirlitinu kemur fram að sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar á neytendalánum sé dýrasta nefndin sem skipuð hefur verið frá kosningum. Kostnaðurinn við hana nam rúmum 32 milljónum króna en hún lauk störfum á síðasta ári. Nefndin skilaði tillögum til ráðuneytisins sem fólu í sér að takmörkun á heimildum til að veita verðtryggð lán, meðal annars bann við verðtryggðum jafngreiðslulánum til 40 ára, en ekki afnám verðtryggingar, líkt og lagt var upp með.Þetta eru nefndirnar sem starfa á vegum forsætisráðuneytisins:Ráðherranefnd um efnahagsmál - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um jafnrétti kynja - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um lýðheilsumál - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um málefni norðurslóða - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um ríkisfjármál - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna - (Ráðherranefnd)Almannavarna- og öryggismálaráð - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Nefnd um könnun á starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 11.66.242 krónurOrðunefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Óbyggðanefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 22.298.810 krónurRáðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 123.290 krónurÚrskurðarnefnd um upplýsingamál - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 7.827.380 krónurVísinda- og tækniráð 2012 - 2015 - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 136.538 krónurÞingvallanefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Jafnréttissjóður - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 851.655 krónurFastanefnd um samskipti aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera - (Verkefnanefnd)Hagræðingarhópur ráðherranefndar um ríkisfjármál - (Verkefnanefnd) - 784.798 krónurMálnefnd Stjórnarráðsins - (Verkefnanefnd)Nefnd um leiðir til að sporna gegn sjálfvirkum vísitöluhækkunum - (Verkefnanefnd)Norðvesturnefnd - (Verkefnanefnd)Ráðgjafarnefnd um afnám hafta - (Verkefnanefnd) - 19.603.519 krónurRitnefnd forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta - (Verkefnanefnd)Samráðshópur um aukna hagsæld - (Verkefnanefnd) - 164.950 krónurSérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum - (Verkefnanefnd) - 32.209.191 krónurSérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og kosti og galla leiðréttingasjóðs - (Verkefnanefnd)Starfshópur um aðgerðir til að efla og auðvelda póstverslun - (Verkefnanefnd)Starfshópur um mótun hamfarasjóðs og eftirfylgni með úrbótatillögum í kjölfar náttúruhamfara - (Verkefnanefnd)Starfshópur um mótun stefnu um starfsemi sjálfstæðra úrskurðarnefnda - (Verkefnanefnd)Starfshópur um valkosti við brotaforðakerfi - (Verkefnanefnd) - 2.753.000 krónurStarfshópur um öryggismál æðstu stjórnar ríkisins - (Verkefnanefnd)Stjórnarskrárnefnd - (Verkefnanefnd) - 3.278.911 krónurStýrihópur um framkvæmd EES-samninginn - (Verkefnanefnd)Verðtryggingarvaktin (undirhópur ráðherranefndar um úrslausnir í skuldamálum heimilanna) - (Verkefnanefnd)Verkefnisstjórn um græna hagkerfið - (Verkefnanefnd)Vinnuhópur um árleg hátíðarhöld á 17. júní - (Verkefnanefnd)Vinnuhópur um eftirlitsstofnanir ríkisins - (Verkefnanefnd) - 962.500 krónurNefnd um sjálfvirkar verðlagshækkanir - (Verkefnanefnd)Samráðshópur ráðuneytisstjóra um náttúruvá - (Verkefnanefnd) Alþingi Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Sjá meira
Fjörutíu nefndir starfa eða hafa starfað á vegum forsætisráðuneytisins frá kosningum. Kostnaður við þessar nefndir hefur verið rúmlega 92 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari frá forsætisráðuneytinu við fyrirspurn Vísis.Verkefnanefndir fyrirferðamestar Flestar nefndanna eru verkefnanefndir sem skipaðar eru af ráðherra. Þar á meðal er til að mynda ráðgjafanefnd um afnám hafta, sérfræðingahópur um afnám verðtryggðar af neytendalánum og starfshópur um öryggismál æðstu stjórnar ríkisins. Alls hafa 23 verkefnanefndir verið við störf á tímabilinu en þrjár hafa lokið störfum. Tuttugu eru því starfandi enn í dag en sex þeirra eru ótímabundnar.Sautján ráðherra- og fastanefndir Sex ráðherranefndir starfa á vegum forsætisráðuneytisins og eru þær allar ótímabundnar. Þar á meðal eru nefndir um efnahagsmál, jafnrétti kynja og ríkisfjármál. Enginn sérstakur kostnaður hefur fallið til vegna starfa þeirra samkvæmt yfirliti forsætisráðuneytisins. Til viðbótar þessu starfa ellefu fastanefndir eða lögbundnar nefndir á vegum ráðuneytisins. Þar er til að mynda óbyggðanefnd, sem kostað hefur 22 milljónir króna á tímabilinu, úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem kostað hefur tæpar átta milljónir, og Þingvallanefnd.Verðtryggingarnefndin dýrust Í yfirlitinu kemur fram að sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar á neytendalánum sé dýrasta nefndin sem skipuð hefur verið frá kosningum. Kostnaðurinn við hana nam rúmum 32 milljónum króna en hún lauk störfum á síðasta ári. Nefndin skilaði tillögum til ráðuneytisins sem fólu í sér að takmörkun á heimildum til að veita verðtryggð lán, meðal annars bann við verðtryggðum jafngreiðslulánum til 40 ára, en ekki afnám verðtryggingar, líkt og lagt var upp með.Þetta eru nefndirnar sem starfa á vegum forsætisráðuneytisins:Ráðherranefnd um efnahagsmál - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um jafnrétti kynja - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um lýðheilsumál - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um málefni norðurslóða - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um ríkisfjármál - (Ráðherranefnd)Ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna - (Ráðherranefnd)Almannavarna- og öryggismálaráð - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Nefnd um könnun á starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 11.66.242 krónurOrðunefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Óbyggðanefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 22.298.810 krónurRáðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 123.290 krónurÚrskurðarnefnd um upplýsingamál - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 7.827.380 krónurVísinda- og tækniráð 2012 - 2015 - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 136.538 krónurÞingvallanefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir)Jafnréttissjóður - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 851.655 krónurFastanefnd um samskipti aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera - (Verkefnanefnd)Hagræðingarhópur ráðherranefndar um ríkisfjármál - (Verkefnanefnd) - 784.798 krónurMálnefnd Stjórnarráðsins - (Verkefnanefnd)Nefnd um leiðir til að sporna gegn sjálfvirkum vísitöluhækkunum - (Verkefnanefnd)Norðvesturnefnd - (Verkefnanefnd)Ráðgjafarnefnd um afnám hafta - (Verkefnanefnd) - 19.603.519 krónurRitnefnd forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta - (Verkefnanefnd)Samráðshópur um aukna hagsæld - (Verkefnanefnd) - 164.950 krónurSérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum - (Verkefnanefnd) - 32.209.191 krónurSérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og kosti og galla leiðréttingasjóðs - (Verkefnanefnd)Starfshópur um aðgerðir til að efla og auðvelda póstverslun - (Verkefnanefnd)Starfshópur um mótun hamfarasjóðs og eftirfylgni með úrbótatillögum í kjölfar náttúruhamfara - (Verkefnanefnd)Starfshópur um mótun stefnu um starfsemi sjálfstæðra úrskurðarnefnda - (Verkefnanefnd)Starfshópur um valkosti við brotaforðakerfi - (Verkefnanefnd) - 2.753.000 krónurStarfshópur um öryggismál æðstu stjórnar ríkisins - (Verkefnanefnd)Stjórnarskrárnefnd - (Verkefnanefnd) - 3.278.911 krónurStýrihópur um framkvæmd EES-samninginn - (Verkefnanefnd)Verðtryggingarvaktin (undirhópur ráðherranefndar um úrslausnir í skuldamálum heimilanna) - (Verkefnanefnd)Verkefnisstjórn um græna hagkerfið - (Verkefnanefnd)Vinnuhópur um árleg hátíðarhöld á 17. júní - (Verkefnanefnd)Vinnuhópur um eftirlitsstofnanir ríkisins - (Verkefnanefnd) - 962.500 krónurNefnd um sjálfvirkar verðlagshækkanir - (Verkefnanefnd)Samráðshópur ráðuneytisstjóra um náttúruvá - (Verkefnanefnd)
Alþingi Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Sjá meira