Lekamálið tekið til efnislegrar meðferðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. október 2014 12:49 Gísli Freyr Valdórsson er fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra. Vísir/GVA Frávísunarkröfu Gísla Freys Valdórssonar í lekamálinu var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið verður því tekið til efnislegrar meðferðar en ekki liggur fyrir hvenær það verður. Gísli Freyr er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í opinberu starfi en hann á að hafa „látið óviðkomandi í té efni samantektar er bar yfirskriftina „Minnisblað varðandi Tony Omos,““ eins og segir í ákæru. Búist er við því að aðalmeðferð málsins fari fram á einum degi en ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð mun fara fram vegna mikils álags á héraðsdóm.Deilt um læk saksóknara Þegar frávísunarkrafa Gísla Freys var tekin til meðferðar þann 9. september síðastliðinn spannst umræðan aðallega að hlutlægnisskyldu ákæruvaldsins. Fannst verjanda Gísla Freys að rannsóknaraðili hefði einblínt á það sem gæti bent til sektar umbjóðanda síns en leitt hjá sér öll atriði sem ýtt gætu undir sakleysi hans. Þannig hafi hlutlægnisskyldu ekki verið gætt. Þá sagði verjandi saksóknara jafnframt vanhæfan í málinu vegna þess að hann hafði „lækað“ við færslu á Facebook. Saksóknari mótmælti þessu og sagði að engin þátttaka fælist í umræðunni með „lækinu“ á Facebook. Það væri ekki verið að taka afstöðu til sakarefnisins og því fráleitt að víkja frá málinu vegna þessa. Það lægi ekki einu sinni ljóst fyrir hvað það var sem saksóknari hafi fundist fyndið; skopskyn manna sé misjafnt og kannski hafi honum fundist eitthvað allt annað fyndið við málið en þeim sem deildi færslunni frægu.Fannst ákæran óskýr Saksóknari sagði það svo liggja í hlutarins eðli að ákæruvaldið teldi Gísla Frey sekan. Afstaða hefði verið tekin til þess þegar gefin var út ákæra. Ákæruvaldið telji að gögn málsins sýni fram á sekt hans og í því fælist ekki hlutlægni. Verjandi Gísla fór þar að auki fram á að málinu yrði vísað frá vegna þriggja annarra atriða. Í fyrsta lagi var farið fram á frávísun vegna þess hve ákæran er óskýr, í öðru lagi fyrir brot gegn meðalhófsreglu og í þriðja lagi fyrir brot gegn jafnræðisreglu. Saksóknari hafnaði þessu öllu og fór fram á að málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar. Dómari féllst ekki á rök verjanda Gísla Freys og því aðalmeðferð handan við hornið. Lekamálið Tengdar fréttir Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22 Vill bíða með allar yfirlýsingar varðandi ákæruna "Ég lýsti yfir sakleysi mínu hér í dag,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, í samtali við Vísi í morgun. 16. september 2014 10:39 Segir upplýsingar um Omos hafa verið skoðaðar um miðja nótt Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður hefur verið í lekamálinu, segir að samantekt sú er upplýsingarnar byggði á hafi verið skoðuð á innra drifi innanríkisráðuneytisins aðfararnótt 20. nóvember síðastliðinn. 16. september 2014 11:36 Deilt um Facebook-hegðun saksóknara Verjandi Gísla Freys Valdórssonar, sakbornings í lekamálinu, segir saksóknara vanhæfan í málinu vegna þess að hann „lækaði“ við færslu á Facebook. 1. október 2014 12:23 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Frávísunarkröfu Gísla Freys Valdórssonar í lekamálinu var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið verður því tekið til efnislegrar meðferðar en ekki liggur fyrir hvenær það verður. Gísli Freyr er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í opinberu starfi en hann á að hafa „látið óviðkomandi í té efni samantektar er bar yfirskriftina „Minnisblað varðandi Tony Omos,““ eins og segir í ákæru. Búist er við því að aðalmeðferð málsins fari fram á einum degi en ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð mun fara fram vegna mikils álags á héraðsdóm.Deilt um læk saksóknara Þegar frávísunarkrafa Gísla Freys var tekin til meðferðar þann 9. september síðastliðinn spannst umræðan aðallega að hlutlægnisskyldu ákæruvaldsins. Fannst verjanda Gísla Freys að rannsóknaraðili hefði einblínt á það sem gæti bent til sektar umbjóðanda síns en leitt hjá sér öll atriði sem ýtt gætu undir sakleysi hans. Þannig hafi hlutlægnisskyldu ekki verið gætt. Þá sagði verjandi saksóknara jafnframt vanhæfan í málinu vegna þess að hann hafði „lækað“ við færslu á Facebook. Saksóknari mótmælti þessu og sagði að engin þátttaka fælist í umræðunni með „lækinu“ á Facebook. Það væri ekki verið að taka afstöðu til sakarefnisins og því fráleitt að víkja frá málinu vegna þessa. Það lægi ekki einu sinni ljóst fyrir hvað það var sem saksóknari hafi fundist fyndið; skopskyn manna sé misjafnt og kannski hafi honum fundist eitthvað allt annað fyndið við málið en þeim sem deildi færslunni frægu.Fannst ákæran óskýr Saksóknari sagði það svo liggja í hlutarins eðli að ákæruvaldið teldi Gísla Frey sekan. Afstaða hefði verið tekin til þess þegar gefin var út ákæra. Ákæruvaldið telji að gögn málsins sýni fram á sekt hans og í því fælist ekki hlutlægni. Verjandi Gísla fór þar að auki fram á að málinu yrði vísað frá vegna þriggja annarra atriða. Í fyrsta lagi var farið fram á frávísun vegna þess hve ákæran er óskýr, í öðru lagi fyrir brot gegn meðalhófsreglu og í þriðja lagi fyrir brot gegn jafnræðisreglu. Saksóknari hafnaði þessu öllu og fór fram á að málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar. Dómari féllst ekki á rök verjanda Gísla Freys og því aðalmeðferð handan við hornið.
Lekamálið Tengdar fréttir Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22 Vill bíða með allar yfirlýsingar varðandi ákæruna "Ég lýsti yfir sakleysi mínu hér í dag,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, í samtali við Vísi í morgun. 16. september 2014 10:39 Segir upplýsingar um Omos hafa verið skoðaðar um miðja nótt Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður hefur verið í lekamálinu, segir að samantekt sú er upplýsingarnar byggði á hafi verið skoðuð á innra drifi innanríkisráðuneytisins aðfararnótt 20. nóvember síðastliðinn. 16. september 2014 11:36 Deilt um Facebook-hegðun saksóknara Verjandi Gísla Freys Valdórssonar, sakbornings í lekamálinu, segir saksóknara vanhæfan í málinu vegna þess að hann „lækaði“ við færslu á Facebook. 1. október 2014 12:23 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04
Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22
Vill bíða með allar yfirlýsingar varðandi ákæruna "Ég lýsti yfir sakleysi mínu hér í dag,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, í samtali við Vísi í morgun. 16. september 2014 10:39
Segir upplýsingar um Omos hafa verið skoðaðar um miðja nótt Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður hefur verið í lekamálinu, segir að samantekt sú er upplýsingarnar byggði á hafi verið skoðuð á innra drifi innanríkisráðuneytisins aðfararnótt 20. nóvember síðastliðinn. 16. september 2014 11:36
Deilt um Facebook-hegðun saksóknara Verjandi Gísla Freys Valdórssonar, sakbornings í lekamálinu, segir saksóknara vanhæfan í málinu vegna þess að hann „lækaði“ við færslu á Facebook. 1. október 2014 12:23