Sport

Öll helstu danspör landsins í Smáranum á sunnudaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/UMSK
UMSK heldur opið dansmót í Smáranum á sunnudaginn og þar fær fólk tækifæri til að sjá

Öll helstu danspör landsins spreyta sig en þetta kemur fram í Fréttatilkynningu frá Ungmennasamband Kjalarnesþings, UMSK.

Þetta er í fyrsta skipti sem UMSK stendur fyrir svo stórri danskeppni en skipulagning og framkvæmd er í höndum dansfélaganna í Kópavogi - Dansfélagsins Hvannar, Dansíþróttafélags Kópavogs og Dansdeildar HK. Mótið hefst klukkan tíu um morguninn og lýkur klukkan 20.20 um kvöldið.

Keppnin hefur fengið góðar viðtökur þar sem þátttakan hefur farið fram úr björtustu vonum. Skráð til keppni eru 115 pör og þar fyrir utan eru 60 sýningapör. Auk íslensku keppendanna taka þátt nokkur erlend pör og nokkuð ljóst að þetta verður stórglæsileg mót í alla staði.  

„Mikill uppgangur er í dansíþróttinni á Íslandi í dag og ótrúlegur fjöldi frábæra dansara. Til þess að okkar dansíþróttafólk nái að bæta sig í íþróttinni er mikilvægt að fjölga þeim tækifærum sem þau fá til að taka þátt í keppni. Dansmót UMSK er einn liður í því að svo megi verða," segir í umræddri fréttatilkynningu.

Þeir sem hafa áhuga á að sjá glæsilega danskeppni og danssýningar ættu því að nýta þetta tækifæri og koma við í Smáranum um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×