Lewis Hamilton vann fjórða kappaksturinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2014 12:46 Lewis Hamilton. Vísir/Getty Bretinn Lewis Hamilton vann öruggan sigur í rússneska kappakstrinum í formúlu eitt sem fór fram í Sotsjí í dag og jók forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna upp í 17 stig. Þetta var góður dagur fyrir Mercedes því liðið vann tvöfaldan sigur í níunda sinn á tímabilinu. Þetta var sögulegur dagur því þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í Rússlandi. Mercedes-liðið tryggði sér heimsmeistaratitlinn með þessum tvöfalda sigri en það eru enn eftir þrjár keppnir í Bandaríkjunum, í Brasilíu og Sameinuðu Furstadæmunum. Það er hinsvegar mikil spenna í keppni ökumanna þar sem liðsfélagarnir bítast um sigurinn. Lewis Hamilton og Mercedes eru í frábæru formi þessi misserin því þetta var fjórði kappaksturinn í röð sem hann kemur fyrstu í mark og þá er Hamilton alls búinn að vinna níu keppnir á tímabilinu. Hamilton er nú kominn með 291 stig en Nico Rosberg er 17 stigum á eftir honum með 274 stig. Rosberg var með 29 stiga forskot á Hamilton fyrir þessar fjóra sigra Lewis Hamilton í röð. Rosberg þekkir það vel að vera í öðru sæti á þessu tímabili en hann var nú annar í níunda skipti. Finninn Valtteri Bottas á Williams-Mercedes varð þriðji en þetta í fimmta sinn í síðustu níu keppnum þar sem hann kemst upp á pall. Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton vann öruggan sigur í rússneska kappakstrinum í formúlu eitt sem fór fram í Sotsjí í dag og jók forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna upp í 17 stig. Þetta var góður dagur fyrir Mercedes því liðið vann tvöfaldan sigur í níunda sinn á tímabilinu. Þetta var sögulegur dagur því þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í Rússlandi. Mercedes-liðið tryggði sér heimsmeistaratitlinn með þessum tvöfalda sigri en það eru enn eftir þrjár keppnir í Bandaríkjunum, í Brasilíu og Sameinuðu Furstadæmunum. Það er hinsvegar mikil spenna í keppni ökumanna þar sem liðsfélagarnir bítast um sigurinn. Lewis Hamilton og Mercedes eru í frábæru formi þessi misserin því þetta var fjórði kappaksturinn í röð sem hann kemur fyrstu í mark og þá er Hamilton alls búinn að vinna níu keppnir á tímabilinu. Hamilton er nú kominn með 291 stig en Nico Rosberg er 17 stigum á eftir honum með 274 stig. Rosberg var með 29 stiga forskot á Hamilton fyrir þessar fjóra sigra Lewis Hamilton í röð. Rosberg þekkir það vel að vera í öðru sæti á þessu tímabili en hann var nú annar í níunda skipti. Finninn Valtteri Bottas á Williams-Mercedes varð þriðji en þetta í fimmta sinn í síðustu níu keppnum þar sem hann kemst upp á pall.
Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira