Ekki nota Dropbox, Facebook eða Google Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2014 12:23 Edward Snowden Vísir/Getty Uppljóstrarinn Edward Snowden ráðleggur almenningi að nota ekki Dropbox og forðast að nota Facebook og Google, vilji fólk standa vörð um friðhelgi einkalífs síns. Þetta kom fram í viðtali við Snowden sem tekið var á viðburði á vegum tímaritsins The New Yorker um liðna helgi. Snowden sagði að Dropbox, sem býður fólki upp á að geyma myndir, skjöl og önnur gögn á netinu, notist ekki við dulkóðun í þjónustu sinni. Síðan bjóði því enga vernd fyrir persónulegum gögnum fólks sem það hleður inn. Þá standist Facebook og Google ekki öryggiskröfur nægjanlega vel að mati Snowden, þrátt fyrir að öryggisráðstafanir á síðunum hafi verið bættar mikið síðastliðin misseri. Snowden var jafnframt í viðtali á viðburði á vegum blaðsins The Observer um helgina. Þar gagnrýndi hann bresk stjórnvöld harðlega fyrir það gríðarlega mikla eftirlit sem þau hafa með almenningi. Hann sagði stjórnvöld í Bretlandi hafa mjög ríkar heimildir til að hafa eftirlit með fólki og í raun væri það svo að þau mættu allt. Upplýsingum væri safnað saman um almenning án þess að einstaklingar gætu farið með það fyrir dómstóla hvort að slíkt væri löglegt eða ekki. Snowden sagði slíkt eftirlitskerfi grafa undan réttarríkinu. Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Uppljóstrarinn Edward Snowden ráðleggur almenningi að nota ekki Dropbox og forðast að nota Facebook og Google, vilji fólk standa vörð um friðhelgi einkalífs síns. Þetta kom fram í viðtali við Snowden sem tekið var á viðburði á vegum tímaritsins The New Yorker um liðna helgi. Snowden sagði að Dropbox, sem býður fólki upp á að geyma myndir, skjöl og önnur gögn á netinu, notist ekki við dulkóðun í þjónustu sinni. Síðan bjóði því enga vernd fyrir persónulegum gögnum fólks sem það hleður inn. Þá standist Facebook og Google ekki öryggiskröfur nægjanlega vel að mati Snowden, þrátt fyrir að öryggisráðstafanir á síðunum hafi verið bættar mikið síðastliðin misseri. Snowden var jafnframt í viðtali á viðburði á vegum blaðsins The Observer um helgina. Þar gagnrýndi hann bresk stjórnvöld harðlega fyrir það gríðarlega mikla eftirlit sem þau hafa með almenningi. Hann sagði stjórnvöld í Bretlandi hafa mjög ríkar heimildir til að hafa eftirlit með fólki og í raun væri það svo að þau mættu allt. Upplýsingum væri safnað saman um almenning án þess að einstaklingar gætu farið með það fyrir dómstóla hvort að slíkt væri löglegt eða ekki. Snowden sagði slíkt eftirlitskerfi grafa undan réttarríkinu.
Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira