Segir Amazon helsta keppinaut Google Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2014 15:18 Eric Schmidt, stjórnarformaður Google. Vísir/AFP Eric Schmidt, stjórnarformaður bandaríska netrisans Google, segir helsta keppinaut fyrirtækisins á sviði netleitar vera netverslunarrisann Amazon. Schmidt segist ekki sammála því að Google njóti einokunarstöðu á sviði leitar á netinu. „Margir halda að helsti keppinautur okkar sé Bing eða Yahoo. En, í raun og veru er mesti keppinautur okkar Amazon,“ sagði Schmidt í ræðu sem hann hélt í Berlín.Í frétt BBC segir að Evrópusambandið rannsaki nú leitarvélar Google eftir að fjölda kvartana hafa borist. Google komst hjá því að greiða fleiri milljarða króna í sekt eftir að fyrirtækið samþykkti að keppinautar fyrirtækisins - fyrirtæki á borð við Microsoft - skyldu njóta jafnræðis í leitarniðurstöðum Google. Schmidt benti þó á að samkeppni í netheimum sé ekki ávallt skýr og skorinorð. „Fólk hugsar ekki alltaf um Amazon sem leitarvél, en ef þú leitar að einhverju til að kaupa þér, þá leitar þú oftar en ekki að því á Amazon. Þeir einbeita sér augljóslega meira að viðskiptahlið jöfnunnar, en í grunninn þá eru þeir að svara spurningum og leitum viðskiptavina, alveg eins og við.“ Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Eric Schmidt, stjórnarformaður bandaríska netrisans Google, segir helsta keppinaut fyrirtækisins á sviði netleitar vera netverslunarrisann Amazon. Schmidt segist ekki sammála því að Google njóti einokunarstöðu á sviði leitar á netinu. „Margir halda að helsti keppinautur okkar sé Bing eða Yahoo. En, í raun og veru er mesti keppinautur okkar Amazon,“ sagði Schmidt í ræðu sem hann hélt í Berlín.Í frétt BBC segir að Evrópusambandið rannsaki nú leitarvélar Google eftir að fjölda kvartana hafa borist. Google komst hjá því að greiða fleiri milljarða króna í sekt eftir að fyrirtækið samþykkti að keppinautar fyrirtækisins - fyrirtæki á borð við Microsoft - skyldu njóta jafnræðis í leitarniðurstöðum Google. Schmidt benti þó á að samkeppni í netheimum sé ekki ávallt skýr og skorinorð. „Fólk hugsar ekki alltaf um Amazon sem leitarvél, en ef þú leitar að einhverju til að kaupa þér, þá leitar þú oftar en ekki að því á Amazon. Þeir einbeita sér augljóslega meira að viðskiptahlið jöfnunnar, en í grunninn þá eru þeir að svara spurningum og leitum viðskiptavina, alveg eins og við.“
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira