Sport

Erfiður dagur hjá Magnúsi í Egilshöll

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Írinn Paul Scott er í forystu.
Írinn Paul Scott er í forystu. mynd/klí
Írinn Paul Scott er með örugga forystu á Evrópumóti landsmeistara í Keilu sem haldið er í Keiluhöllinni í Egilshöll þessa dagana.

Hann er með 3.649 stig eftir fyrstu tvo keppnisdagana sem gerir 228,1 í meðaltal. Englendingurinn Steve Thornton er með 3.487 stig eða meðaltal upp á 217,9 stig.

Magnús Magnússon, landsmeistari Íslands, átti ekki góðan dag, en hann er í 19. sæti með 3.185; meðaltal upp á 199,1 stig.

Keppni í kvennaflokki hófst fyrir skömmu og stendur yfir til 22 í kvöld, en nokkur seinkun hefur orðið á keppni.

Keppni í karlaflokki hefst aftur klukkan níu í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×