Sport

Blandaða liðið komst örugglega í úrslit - Harpa illa meidd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Íslenska liðið í æfingum á gólfi.
Íslenska liðið í æfingum á gólfi. mynd/facebook-síða EM2014
Blandað lið karla og kvenna í hópfimleikum komst örugglega áfram í úrslit á Evrópumótinu sem fram fer í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þessa dagana.

Íslenska liðið fékk næst hæstu einkunn fyrir gólfæfingar eða 20,316 stig og bætti svo við 16,200 stigum fyrir stökk og 16,600 stigum fyrir æfingar á dýnu.

Heildarstigafjöldi Íslands voru 53,115 stig, en Norðmenn eru í forystu með 54,666 stig. Þeir fengu 19,766 stig á gólfi, 18,200 stig fyrir stökk og 18,700 stig fyrir æfingar á dýnu. Svíar höfuðu í öðru sæti í forkeppninni og Danir í þriðja sæti.

Íslenska liðið varð fyrir áfalli á lokaáhaldinu þegar Harpa Guðrún Hreinsdóttir lenti illa og var borin af velli.  Hún meiddist á hné og ljóst er að hún verður ekki meira með liðinu á EM.

Harpa er einn af sterkustu stökkvurum liðsins og er einnig í framlínunni í dansinnu þannig að þetta mikið áfall fyrir íslenska liðið.

Forkeppni í karlaflokki hefst klukkan 18.00 og svo í kvöld mæta tvöfaldir Evrópumeistarar Íslands í kvennaflokki til leiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×