Deilt um Facebook-hegðun saksóknara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2014 12:23 Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er ákærður fyrir að leka minnisblaði um Tony Omos til óviðkomandi aðila. Vísir/GVA Frávísunarkrafa Gísla Freys Valdórssonar í svokölluðu lekamáli var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Gísli Freyr er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í opinberu starfi en hann á að hafa „látið óviðkomandi í té efni samantektar er bar yfirskriftina „Minnisblað varðandi Tony Omos,““ eins og segir í ákæru. Við málflutning málsins í morgun spannst nokkur umræða um þann hluta frávísunarkröfunnar sem snýr að því að hlutlægnisskylda ákæruvaldsins hafi ekki verið virt við meðferð málsins. Verjandi Gísla Freys, Ólafur Garðarsson hæstaréttarlögmaður, sagði rannsóknaraðila hafa einblínt á það sem gæti bent til sektar umbjóðanda síns en leitt hjá sér öll atriði sem ýtt gætu undir sakleysi hans. Þannig hafi hlutlægnisskyldu ekki verið gætt. Þá sagði verjandi saksóknara jafnframt vanhæfan í málinu vegna þess að hann hafði „lækað“ við færslu á Facebook. Um var að ræða færslu sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, deildi á samskiptamiðlinum þann 18. september síðastliðinn. Þar sagði hann Pál Vilhjálmsson, bloggara, hafa sett fram fyndna samsæriskenningu á bloggi sínu fyrr um daginn varðandi lekamálið. Saksóknari setti „læk“ við umrædda færslu og sagði verjandi það sýna að Helgi Magnús væri ekki hlutlaus í málinu. Hann hefði með „lækinu“ tekið afstöðu í málinu og því bæri honum að víkja ef málinu yrði ekki vísað frá dómi. Dómari spurði verjanda nánar út í þetta og hvað fælist í því að setja „læk“ við færslur á Facebook. Dómari sagði að stöðu sinnar vegna væri hann ekki á samskiptamiðlinum en honum skildist að maður ýtti á einhvern takka til þess að „læka“. Það væru því ekki höfð nein ummæli eftir vararíkissaksóknara á samskiptamiðlinum. Verjandi sagði þetta rétt skilið hjá dómaranum en saksóknari hafi engu að síður lýst afstöðu sinni í málinu með því að setja „læk“ við umrædda færslu.Fráleitt að víkja vegna „læksins“ Saksóknari mótmælti þessu og sagði að engin þátttaka fælist í umræðunni með „lækinu“ á Facebook. Það væri ekki verið að taka afstöðu til sakarefnisins og því fráleitt að víkja frá málinu vegna þessa. Það lægi ekki einu sinni ljóst fyrir hvað það var sem saksóknari hafi fundist fyndið; skopskyn manna sé misjafnt og kannski hafi honum fundist eitthvað allt annað fyndið við málið en þeim sem deildi færslunni frægu. Saksóknari sagði það svo liggja í hlutarins eðli að ákæruvaldið teldi Gísla Frey sekan. Afstaða hefði verið tekin til þess þegar gefin var út ákæra. Ákæruvaldið telji að gögn málsins sýni fram á sekt hans og í því fælist ekki hlutlægni. Verjandi Gísla fór þar að auki fram á að málinu yrði vísað frá vegna þriggja annarra atriða. Í fyrsta lagi var farið fram á frávísun vegna þess hve ákæran er óskýr, í örðu lagi fyrir brot gegn meðalhófsreglu og í þriðja lagi fyrir brot gegn jafnræðisreglu. Saksóknari hafnaði þessu öllu og fór fram á að málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar. Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna ber vitni í málinu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra er á meðal þeirra sem kvödd verða til vitnis í máli ríkissaksóknara á hendur Gísla Frey Valdórssyni. 16. september 2014 11:45 Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22 Ákæran gegn Gísla Frey í heild sinni Hann er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi sínu sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra. 19. ágúst 2014 18:18 Vill bíða með allar yfirlýsingar varðandi ákæruna "Ég lýsti yfir sakleysi mínu hér í dag,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, í samtali við Vísi í morgun. 16. september 2014 10:39 Engar forsendur til annars en að trúa Gísla Innanríkisráðherra ítrekar að hún hafi enga vitneskju um að aðstoðarmaður sinn hafi lekið minnisblaði til fjölmiðla 16. ágúst 2014 18:57 Gísli gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi Ríkissaksóknari tilkynnti Gísla Freyr Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í gær að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. 16. ágúst 2014 19:28 Segir upplýsingar um Omos hafa verið skoðaðar um miðja nótt Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður hefur verið í lekamálinu, segir að samantekt sú er upplýsingarnar byggði á hafi verið skoðuð á innra drifi innanríkisráðuneytisins aðfararnótt 20. nóvember síðastliðinn. 16. september 2014 11:36 Yfirlýsing frá Gísla Frey: Segist fullviss um að verða sýknaður "Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð,“ segir aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem nú hefur verið vikið frá störfum. 15. ágúst 2014 20:14 Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina 15. ágúst 2014 19:32 Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Innanríkisráðherra segir mikilvægt að friður skapist um "fjölmörg mikilvæg verkefni“ ráðuneytisins. 15. ágúst 2014 19:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Frávísunarkrafa Gísla Freys Valdórssonar í svokölluðu lekamáli var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Gísli Freyr er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í opinberu starfi en hann á að hafa „látið óviðkomandi í té efni samantektar er bar yfirskriftina „Minnisblað varðandi Tony Omos,““ eins og segir í ákæru. Við málflutning málsins í morgun spannst nokkur umræða um þann hluta frávísunarkröfunnar sem snýr að því að hlutlægnisskylda ákæruvaldsins hafi ekki verið virt við meðferð málsins. Verjandi Gísla Freys, Ólafur Garðarsson hæstaréttarlögmaður, sagði rannsóknaraðila hafa einblínt á það sem gæti bent til sektar umbjóðanda síns en leitt hjá sér öll atriði sem ýtt gætu undir sakleysi hans. Þannig hafi hlutlægnisskyldu ekki verið gætt. Þá sagði verjandi saksóknara jafnframt vanhæfan í málinu vegna þess að hann hafði „lækað“ við færslu á Facebook. Um var að ræða færslu sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, deildi á samskiptamiðlinum þann 18. september síðastliðinn. Þar sagði hann Pál Vilhjálmsson, bloggara, hafa sett fram fyndna samsæriskenningu á bloggi sínu fyrr um daginn varðandi lekamálið. Saksóknari setti „læk“ við umrædda færslu og sagði verjandi það sýna að Helgi Magnús væri ekki hlutlaus í málinu. Hann hefði með „lækinu“ tekið afstöðu í málinu og því bæri honum að víkja ef málinu yrði ekki vísað frá dómi. Dómari spurði verjanda nánar út í þetta og hvað fælist í því að setja „læk“ við færslur á Facebook. Dómari sagði að stöðu sinnar vegna væri hann ekki á samskiptamiðlinum en honum skildist að maður ýtti á einhvern takka til þess að „læka“. Það væru því ekki höfð nein ummæli eftir vararíkissaksóknara á samskiptamiðlinum. Verjandi sagði þetta rétt skilið hjá dómaranum en saksóknari hafi engu að síður lýst afstöðu sinni í málinu með því að setja „læk“ við umrædda færslu.Fráleitt að víkja vegna „læksins“ Saksóknari mótmælti þessu og sagði að engin þátttaka fælist í umræðunni með „lækinu“ á Facebook. Það væri ekki verið að taka afstöðu til sakarefnisins og því fráleitt að víkja frá málinu vegna þessa. Það lægi ekki einu sinni ljóst fyrir hvað það var sem saksóknari hafi fundist fyndið; skopskyn manna sé misjafnt og kannski hafi honum fundist eitthvað allt annað fyndið við málið en þeim sem deildi færslunni frægu. Saksóknari sagði það svo liggja í hlutarins eðli að ákæruvaldið teldi Gísla Frey sekan. Afstaða hefði verið tekin til þess þegar gefin var út ákæra. Ákæruvaldið telji að gögn málsins sýni fram á sekt hans og í því fælist ekki hlutlægni. Verjandi Gísla fór þar að auki fram á að málinu yrði vísað frá vegna þriggja annarra atriða. Í fyrsta lagi var farið fram á frávísun vegna þess hve ákæran er óskýr, í örðu lagi fyrir brot gegn meðalhófsreglu og í þriðja lagi fyrir brot gegn jafnræðisreglu. Saksóknari hafnaði þessu öllu og fór fram á að málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar.
Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna ber vitni í málinu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra er á meðal þeirra sem kvödd verða til vitnis í máli ríkissaksóknara á hendur Gísla Frey Valdórssyni. 16. september 2014 11:45 Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22 Ákæran gegn Gísla Frey í heild sinni Hann er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi sínu sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra. 19. ágúst 2014 18:18 Vill bíða með allar yfirlýsingar varðandi ákæruna "Ég lýsti yfir sakleysi mínu hér í dag,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, í samtali við Vísi í morgun. 16. september 2014 10:39 Engar forsendur til annars en að trúa Gísla Innanríkisráðherra ítrekar að hún hafi enga vitneskju um að aðstoðarmaður sinn hafi lekið minnisblaði til fjölmiðla 16. ágúst 2014 18:57 Gísli gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi Ríkissaksóknari tilkynnti Gísla Freyr Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í gær að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. 16. ágúst 2014 19:28 Segir upplýsingar um Omos hafa verið skoðaðar um miðja nótt Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður hefur verið í lekamálinu, segir að samantekt sú er upplýsingarnar byggði á hafi verið skoðuð á innra drifi innanríkisráðuneytisins aðfararnótt 20. nóvember síðastliðinn. 16. september 2014 11:36 Yfirlýsing frá Gísla Frey: Segist fullviss um að verða sýknaður "Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð,“ segir aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem nú hefur verið vikið frá störfum. 15. ágúst 2014 20:14 Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina 15. ágúst 2014 19:32 Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Innanríkisráðherra segir mikilvægt að friður skapist um "fjölmörg mikilvæg verkefni“ ráðuneytisins. 15. ágúst 2014 19:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Hanna Birna ber vitni í málinu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra er á meðal þeirra sem kvödd verða til vitnis í máli ríkissaksóknara á hendur Gísla Frey Valdórssyni. 16. september 2014 11:45
Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04
Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22
Ákæran gegn Gísla Frey í heild sinni Hann er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi sínu sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra. 19. ágúst 2014 18:18
Vill bíða með allar yfirlýsingar varðandi ákæruna "Ég lýsti yfir sakleysi mínu hér í dag,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, í samtali við Vísi í morgun. 16. september 2014 10:39
Engar forsendur til annars en að trúa Gísla Innanríkisráðherra ítrekar að hún hafi enga vitneskju um að aðstoðarmaður sinn hafi lekið minnisblaði til fjölmiðla 16. ágúst 2014 18:57
Gísli gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi Ríkissaksóknari tilkynnti Gísla Freyr Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í gær að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. 16. ágúst 2014 19:28
Segir upplýsingar um Omos hafa verið skoðaðar um miðja nótt Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður hefur verið í lekamálinu, segir að samantekt sú er upplýsingarnar byggði á hafi verið skoðuð á innra drifi innanríkisráðuneytisins aðfararnótt 20. nóvember síðastliðinn. 16. september 2014 11:36
Yfirlýsing frá Gísla Frey: Segist fullviss um að verða sýknaður "Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð,“ segir aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem nú hefur verið vikið frá störfum. 15. ágúst 2014 20:14
Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina 15. ágúst 2014 19:32
Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Innanríkisráðherra segir mikilvægt að friður skapist um "fjölmörg mikilvæg verkefni“ ráðuneytisins. 15. ágúst 2014 19:41