Harpa: Viljum alltaf bæta okkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2014 13:20 Harpa með verðlaunin. Vísir/Valli Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, hefur verið dugleg að sanka að sér hvers kyns verðlaun og viðurkenningum á undanförnum árum. Í dag bættust þrenn verðlaun í sarpinn þegar KSÍ gerði Pepsi-deild kvenna upp með viðhöfn í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Harpa var kosin besti leikmaðurinn, var í úrvalsliðinu og fékk verðlaun fyrir flottasta mark sumarsins sem hún skoraði gegn Aftureldingu. Harpa var einnig langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 27 mörk í 18 leikjum. Aðspurð hvort hún hefði pláss fyrir öll þessi verðlaun sagði Harpa: „Ég þarf að fara að finna mér íbúð með auka herbergi til að geyma þetta allt. „Nei, nei, ég kem þessu einhvers staðar fyrir,“ sagði Harpa sem var að vonum ánægð með uppskeru dagsins, en kom þetta henni á óvart? „Nei, svo sem ekki. Þetta kom kannski ekki óvart, en ég er engu að síður mjög þakklát og stolt af þessum viðurkenningum. Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem vel er gert,“ sagði markadrottningin. Sumarið hjá Stjörnunni var draumi líkast, en liðið hafði mikla yfirburði í Pepsi-deildinni og tryggði sér bikarmeistaratitilinn með 4-0 sigri á Selfossi í úrslitaleik. Hvað telur Harpa að liggi þessum frábæra árangri til grundvallar? „Stöðugleiki, samkeppni og metnaður hjá liðinu. Við finnum alltaf hluti sem við getum bætt okkur í og viljum stöðugt vera að bæta okkur. Það er kannski lykilinn að þessu; að sitja ekki við sáttar.“ Tímabilið er þó ekki búið hjá Stjörnunni, en liðið mætir Zvezda 2005 frá Rússlandi í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ 8. október og sá seinni í Rússlandi 16. sama mánaðar. Harpa segir að Stjörnustúlkur fari hvergi bangnar inn í það einvígi. „Við eigum góða möguleika á að ná góðum úrslitum á móti þessu liði og við förum af fullum krafti inn í það verkefni og vonust til að komast áfram í næstu umferð,“ sagði Harpa, en verður hún áfram í herbúðum Stjörnunnar? „Ég er samningsbundin Stjörnunni og verð heima í bili. En ef eitthvað spennandi kemur upp mun ég skoða það.“Stjörnustúlkur áttu frábært tímabil.Vísir/Andri Marinó Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa fékk þrenn verðlaun - fimm Stjörnukonur í liði ársins Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir fékk þrenn verðlaun þegar Knattspyrnusamband Íslands gerði upp Pepsi-deildar kvenna í fótbolta með viðhöfn í Ölgerðinni. 1. október 2014 12:23 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, hefur verið dugleg að sanka að sér hvers kyns verðlaun og viðurkenningum á undanförnum árum. Í dag bættust þrenn verðlaun í sarpinn þegar KSÍ gerði Pepsi-deild kvenna upp með viðhöfn í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Harpa var kosin besti leikmaðurinn, var í úrvalsliðinu og fékk verðlaun fyrir flottasta mark sumarsins sem hún skoraði gegn Aftureldingu. Harpa var einnig langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 27 mörk í 18 leikjum. Aðspurð hvort hún hefði pláss fyrir öll þessi verðlaun sagði Harpa: „Ég þarf að fara að finna mér íbúð með auka herbergi til að geyma þetta allt. „Nei, nei, ég kem þessu einhvers staðar fyrir,“ sagði Harpa sem var að vonum ánægð með uppskeru dagsins, en kom þetta henni á óvart? „Nei, svo sem ekki. Þetta kom kannski ekki óvart, en ég er engu að síður mjög þakklát og stolt af þessum viðurkenningum. Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem vel er gert,“ sagði markadrottningin. Sumarið hjá Stjörnunni var draumi líkast, en liðið hafði mikla yfirburði í Pepsi-deildinni og tryggði sér bikarmeistaratitilinn með 4-0 sigri á Selfossi í úrslitaleik. Hvað telur Harpa að liggi þessum frábæra árangri til grundvallar? „Stöðugleiki, samkeppni og metnaður hjá liðinu. Við finnum alltaf hluti sem við getum bætt okkur í og viljum stöðugt vera að bæta okkur. Það er kannski lykilinn að þessu; að sitja ekki við sáttar.“ Tímabilið er þó ekki búið hjá Stjörnunni, en liðið mætir Zvezda 2005 frá Rússlandi í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ 8. október og sá seinni í Rússlandi 16. sama mánaðar. Harpa segir að Stjörnustúlkur fari hvergi bangnar inn í það einvígi. „Við eigum góða möguleika á að ná góðum úrslitum á móti þessu liði og við förum af fullum krafti inn í það verkefni og vonust til að komast áfram í næstu umferð,“ sagði Harpa, en verður hún áfram í herbúðum Stjörnunnar? „Ég er samningsbundin Stjörnunni og verð heima í bili. En ef eitthvað spennandi kemur upp mun ég skoða það.“Stjörnustúlkur áttu frábært tímabil.Vísir/Andri Marinó
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa fékk þrenn verðlaun - fimm Stjörnukonur í liði ársins Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir fékk þrenn verðlaun þegar Knattspyrnusamband Íslands gerði upp Pepsi-deildar kvenna í fótbolta með viðhöfn í Ölgerðinni. 1. október 2014 12:23 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Harpa fékk þrenn verðlaun - fimm Stjörnukonur í liði ársins Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir fékk þrenn verðlaun þegar Knattspyrnusamband Íslands gerði upp Pepsi-deildar kvenna í fótbolta með viðhöfn í Ölgerðinni. 1. október 2014 12:23
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn