Íslenski boltinn

Þór Hinriksson þjálfar Val næstu þrjú árin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valur olli miklum vonbrigðum í sumar.
Valur olli miklum vonbrigðum í sumar. Vísir/Andri Marinó
Þór Hinriksson verður áfram við stjórnvölinn hjá liði Vals í Pepsi-deild kvenna, en hann er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Val.

„Knattspyrnufélagið Valur og Þór Hinriksson hafa komist að samkomulagi um að Þór muni stýra meistaraflokki kvenna í knattspyrnu hjá Val næstu 3 árin,“ segir í tilkynningunni.

„Þór tók við þjálfun liðsins um mitt sumar og mun halda áfram þeirri uppbyggingu sem í vændum er á Hlíðarenda. Valskonur stefna á toppbaráttu næsta sumar og er markmiðið að styrkja liðið í bland við að byggja upp á ungum og efnilegum Valsstelpum.“

Valskonur voru í miklum vandræðum í sumar og enduðu í 7. sæti Pepsi-deildarinnar með 23 stig, 26 stigum á eftir Íslandsmeisturum Stjörnunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×