Á annað hundrað ábyrgðarmanna greiða af lánum hjá LÍN Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2014 19:30 Rúmlega eitt hundrað ábyrgðarmenn greiða nú af námslánum sem lántaki hætti að greiða af. Menntamálaráðherra segist hafa skiling á vonbrigðum þeirra sem erfa ábyrgð á námslánum við fráfall ábyrgðarmanns lánanna. Á móti eigi erfingjar í þessari stöðu hins vegar kröfu á móti á þann sem tók námslánið. Lánasjóður íslenskra námsmanna hætti að krefjast ábyrgðarmanna á námslán eftir að lög voru sett þar að lútandi að tilstuðlan Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi menntamálaráðherra árið 2009. Hins vegar eru fyrri ábyrgðir enn í fullu gildi og geta fylgt ábyrgðarmönnum fram yfir gröf og dauða, því krafa er gerð á dánarbú ábyrgðarmanna hafi lántaki ekki staðið í skilum. Dæmi er um fólk sem erft hefur ábyrgð án þess að vita það fyrr en eftir að dánabúi hefur verið skipt því LÍN hafði láðst að láta erfingjana vita. Í frumvarpi til heildarendurskoðunar laga um lánasjóðinn sem dagaði uppi undir lok stjórnartíðar síðustu ríkisstjórnar var ákvæði um að ábyrgðarmenn yrðu lausir undan ábyrgðum sínum við 67 ára aldur. Kæmi til greina að taka það upp? „Nú stendur fyrir dyrum endurskoðun á lögunum um lánasjóðinn og þar verða auðvitað þessi mál öll krufin,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Hins vegar hafi verið mikill munur á kostnaðarmati menntamálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins þegar frumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram á Alþingi vorið 2013 og taldi fjármálaráðuneytið frumvarið dýrara en kom fram í frumvarpinu. Menntamálaráðherra minnir á að ábyrgðarmenn séu ekki alveg réttlausir. Þeir eigi endurkröfurétt á lántakandann standi hann ekki í skilum og lánið fellur á ábyrgðarmanninn. En samkvæmt upplýsingum frá lánasjóðnum greiða nú 122 ábyrgðarmenn af lánum hjá sjóðnum. „Vitanlega geta komið upp mjög erfiðar aðstæður og enn og aftur; ég skil vel þá sem standa allt í einu í þeirri stöðu að ábyrgðir sem voru veittar fyrir áratugum síðan koma fram og þeir hafa ekki gert sér grein fyrir að væru til staðar, m.a. vegna þess að um var að ræða dánarbú. Ég skil vel þær tilfinningar sem hljóta þá að bærast hjá fólki. En þetta eru reglurnar og svona er þessi staða. Mér finnst mestu skipta að það sé þá gerður góður skurkur í því að tryggja að þeir sem eru í ábyrgðum sem tengjast dánarbúum viti af sinni stöðu,“ segir Illugi Gunnarsson. Alþingi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Rúmlega eitt hundrað ábyrgðarmenn greiða nú af námslánum sem lántaki hætti að greiða af. Menntamálaráðherra segist hafa skiling á vonbrigðum þeirra sem erfa ábyrgð á námslánum við fráfall ábyrgðarmanns lánanna. Á móti eigi erfingjar í þessari stöðu hins vegar kröfu á móti á þann sem tók námslánið. Lánasjóður íslenskra námsmanna hætti að krefjast ábyrgðarmanna á námslán eftir að lög voru sett þar að lútandi að tilstuðlan Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi menntamálaráðherra árið 2009. Hins vegar eru fyrri ábyrgðir enn í fullu gildi og geta fylgt ábyrgðarmönnum fram yfir gröf og dauða, því krafa er gerð á dánarbú ábyrgðarmanna hafi lántaki ekki staðið í skilum. Dæmi er um fólk sem erft hefur ábyrgð án þess að vita það fyrr en eftir að dánabúi hefur verið skipt því LÍN hafði láðst að láta erfingjana vita. Í frumvarpi til heildarendurskoðunar laga um lánasjóðinn sem dagaði uppi undir lok stjórnartíðar síðustu ríkisstjórnar var ákvæði um að ábyrgðarmenn yrðu lausir undan ábyrgðum sínum við 67 ára aldur. Kæmi til greina að taka það upp? „Nú stendur fyrir dyrum endurskoðun á lögunum um lánasjóðinn og þar verða auðvitað þessi mál öll krufin,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Hins vegar hafi verið mikill munur á kostnaðarmati menntamálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins þegar frumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram á Alþingi vorið 2013 og taldi fjármálaráðuneytið frumvarið dýrara en kom fram í frumvarpinu. Menntamálaráðherra minnir á að ábyrgðarmenn séu ekki alveg réttlausir. Þeir eigi endurkröfurétt á lántakandann standi hann ekki í skilum og lánið fellur á ábyrgðarmanninn. En samkvæmt upplýsingum frá lánasjóðnum greiða nú 122 ábyrgðarmenn af lánum hjá sjóðnum. „Vitanlega geta komið upp mjög erfiðar aðstæður og enn og aftur; ég skil vel þá sem standa allt í einu í þeirri stöðu að ábyrgðir sem voru veittar fyrir áratugum síðan koma fram og þeir hafa ekki gert sér grein fyrir að væru til staðar, m.a. vegna þess að um var að ræða dánarbú. Ég skil vel þær tilfinningar sem hljóta þá að bærast hjá fólki. En þetta eru reglurnar og svona er þessi staða. Mér finnst mestu skipta að það sé þá gerður góður skurkur í því að tryggja að þeir sem eru í ábyrgðum sem tengjast dánarbúum viti af sinni stöðu,“ segir Illugi Gunnarsson.
Alþingi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira