Áfram í fremstu röð? Ísak Rúnarsson skrifar 7. október 2014 07:00 Fyrir níu árum var Kristín Ingólfsdóttir kosin rektor Háskóla Íslands. Fljótlega eftir kjör hennar leit afreksstefna Háskóla Íslands dagsins ljós. Hún hlaut fyrst um sinn hljómgrunn þjóðarinnar sem skilaði sér í því að skólinn komst á lista yfir þrjú hundruð bestu háskóla í heimi. Eftir hrun hefur sagan þó verið önnur, linnulaus niðurskurður hefur dunið á skólanum. Skólinn er enn á listanum en er í varnarbaráttu. Þegar þetta er skrifað er karlalið Stjörnunnar úr Garðabæ nýbúið að vinna Íslandsmeistaratitil í knattspyrnu í fyrsta sinn. Sú tilfinning er engu lík fyrir Stjörnumann eins og undirritaðan. Saga Stjörnunnar undanfarin ár hefur einkennst af uppgangi. Það er þó ekki langt síðan félagið var í allt annarri stöðu. Fyrir níu árum var Stjarnan að spila í annarri deild en þá tóku Garðbæingar höndum saman. Yngri flokka starfið var tekið í gegn og þegar liðið komst upp í úrvalsdeild fór markviss afreksstefna að taka á sig mynd. Yfirvöld í bænum og samfélagið allt skuldbatt sig jafnt samfélagslega sem fjárhagslega til þess að búa til góða umgjörð og stemningu fyrir því að vera í fremstu röð. Og viti menn, nú í sumar spilaði Stjarnan við eitt besta lið í heimi, Inter Milan, ásamt því að verða Íslandsmeistarar. Það sem breyst hefur í háskólasamfélaginu er að það nýtur ekki lengur stuðnings kjörinna fulltrúa. Stjórnvöld hafa háleit markmið en fylgja þeim ekki eftir með aðgerðum. Nú er svo komið að sæti skólans á listanum yfir bestu háskóla heims er í hættu. Við þurfum því öll að huga að því hvort við viljum eiga skóla í heimsklassa eða ekki. Við í Stúdentaráði stöndum nú fyrir átaki, þar sem við viljum vekja athygli á þeim krossgötum sem við stöndum á. Við getum annaðhvort hætt hér og tapað niður þeim árangri sem nú þegar hefur náðst eða sótt enn frekar fram, náð enn betri árangri og keppt við þá bestu. Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, er Stjörnumaður mikill og þekkir sögu og uppgang félagsins, hefur jafnvel langt hönd á plóg við að byggja það upp. Ég vil hvetja hann til að nota Stjörnuna sem fordæmi, standa vörð um menntakerfið og leggja fjármuni til uppbyggingar. En þetta snýst ekki bara um stjórnmálamenn. Í Garðabæ tók samfélagið höndum saman um að byggja Stjörnuna upp – með því að mæta á leiki, með því að hvetja liðið og fá fyrirtæki til að styðja það – og eins þarf það að vera með uppbyggingu íslenska menntakerfisins, þar þarf stuðningur íslensku þjóðarinnar að koma til. Hvert og eitt okkar þarf að svara spurningunni: Viljum við vera áfram í fremstu röð? Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísak Rúnarsson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir níu árum var Kristín Ingólfsdóttir kosin rektor Háskóla Íslands. Fljótlega eftir kjör hennar leit afreksstefna Háskóla Íslands dagsins ljós. Hún hlaut fyrst um sinn hljómgrunn þjóðarinnar sem skilaði sér í því að skólinn komst á lista yfir þrjú hundruð bestu háskóla í heimi. Eftir hrun hefur sagan þó verið önnur, linnulaus niðurskurður hefur dunið á skólanum. Skólinn er enn á listanum en er í varnarbaráttu. Þegar þetta er skrifað er karlalið Stjörnunnar úr Garðabæ nýbúið að vinna Íslandsmeistaratitil í knattspyrnu í fyrsta sinn. Sú tilfinning er engu lík fyrir Stjörnumann eins og undirritaðan. Saga Stjörnunnar undanfarin ár hefur einkennst af uppgangi. Það er þó ekki langt síðan félagið var í allt annarri stöðu. Fyrir níu árum var Stjarnan að spila í annarri deild en þá tóku Garðbæingar höndum saman. Yngri flokka starfið var tekið í gegn og þegar liðið komst upp í úrvalsdeild fór markviss afreksstefna að taka á sig mynd. Yfirvöld í bænum og samfélagið allt skuldbatt sig jafnt samfélagslega sem fjárhagslega til þess að búa til góða umgjörð og stemningu fyrir því að vera í fremstu röð. Og viti menn, nú í sumar spilaði Stjarnan við eitt besta lið í heimi, Inter Milan, ásamt því að verða Íslandsmeistarar. Það sem breyst hefur í háskólasamfélaginu er að það nýtur ekki lengur stuðnings kjörinna fulltrúa. Stjórnvöld hafa háleit markmið en fylgja þeim ekki eftir með aðgerðum. Nú er svo komið að sæti skólans á listanum yfir bestu háskóla heims er í hættu. Við þurfum því öll að huga að því hvort við viljum eiga skóla í heimsklassa eða ekki. Við í Stúdentaráði stöndum nú fyrir átaki, þar sem við viljum vekja athygli á þeim krossgötum sem við stöndum á. Við getum annaðhvort hætt hér og tapað niður þeim árangri sem nú þegar hefur náðst eða sótt enn frekar fram, náð enn betri árangri og keppt við þá bestu. Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, er Stjörnumaður mikill og þekkir sögu og uppgang félagsins, hefur jafnvel langt hönd á plóg við að byggja það upp. Ég vil hvetja hann til að nota Stjörnuna sem fordæmi, standa vörð um menntakerfið og leggja fjármuni til uppbyggingar. En þetta snýst ekki bara um stjórnmálamenn. Í Garðabæ tók samfélagið höndum saman um að byggja Stjörnuna upp – með því að mæta á leiki, með því að hvetja liðið og fá fyrirtæki til að styðja það – og eins þarf það að vera með uppbyggingu íslenska menntakerfisins, þar þarf stuðningur íslensku þjóðarinnar að koma til. Hvert og eitt okkar þarf að svara spurningunni: Viljum við vera áfram í fremstu röð? Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun