Viðskipti erlent

Mesti samdráttur í þýskum iðnaði frá 2009

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Volkswagen-verksmiðju í Þýskalandi.
Frá Volkswagen-verksmiðju í Þýskalandi. Vísir/Getty
Framleiðsla í þýskum iðnaði dróst saman um 4% í ágústmánuði sem er mesti samdráttur síðan árið 2009. BBC greinir frá.

Ástæða samdráttarins er rakin til minnkandi eftirspurnar eftir vörum bæði á evrusvæðinu og í Kína auk viðskiptaþvingana sem ESB hafi beitt gegn Rússlandi.

Þýskt efnahagslíf hefur verið með því stöðugasta í Evrópu frá því að fjármálakreppan skall á en traust markaðsaðila á þýska hagkerfinu hefur minnkað jafnt og þétt á síðustu 5 mánuðum.

Veikleikamerki í efnahagslífi Þýskalands eru ekki til þess fallin að auka bjartsýni á evrusvæðinu sem hefur glímt við lágan hagvöxt um skeið. Skemmst er minnast aðgerða sem Seðlabanki Evrópu til í september til að auka hagvöxt í álfunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×