3.700 börn hafa misst einn eða báða foreldra vegna ebólu Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2014 10:37 Vísir/AP Að minnsta kosti 3.700 börn í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne hafa misst annað eða báða foreldra sína vegna ebólu. Sameinuðu þjóðirnar gera ráð fyrir að þessi tala muni tvöfaldast í mánuðinum, en mörg þessara barna búa áfram á heimilum sínum, ein og yfirgefin.AP fréttaveitan segir frá sögu stúlku sem heitir Promise og hvernig meirihluti fjölskyldu hennar smitaðist af ebólu og dó.Hálf fjölskyldan veiktist Promise er 16 ára gömul og bjó ásamt foreldrum sínum og fjórum systkynum í litlu húsi í höfuðborg Líberíu, Monróvíu. Móðir hennar dó í síðasta mánuði og skömmu seinna sýndu faðir hennar og fimm mánaða gamall bróðir einnig einkenni. Þá áttaði hún sig á því að þetta væri ekki malaría. Hún segist hafa reynt að halda systkynum sínum öruggum og lét þau leika sér mikið úti og eftir að hún annaðist faðir sinn þreif hún sér vel um hendurnar. Þrátt fyrir það smitaðist annar bróðir hennar af veirunni. Á endanum lést yngsti bróðir hennar, en lík hans var á heimili þeirra um nokkurra daga skeið þar sem heilbrigðisstarfsmenn höfðu ekki tök á að sækja líkið, né faðir hennar sem veiktist meira með hverjum deginum. Þeir komu þó og hún horfði á hálfa fjölskyldu sína flutta á brott í sjúkrabíl. Promise sat eftir með 15 ára bróður sínum og 13 ára systur.Mættu miklum fordómum Frændi þeirra lét þau hafa peninga en vildi þó ekki snerta þau né koma of nálægt þeim. Hinum börnunum var bannað að leika við þau og þau mættu miklum fordómum. Þar að auki höfðu þau ekki aðgang að síma né áttu þau efni á því að taka leigubíl til að kanna heilsu föður þeirra og bróður. Að endingu náðu þau þau að skrapa saman nægum peningum til að finna föður sinn. Þegar þau komu að meðferðarstöðinni sem faðir þeirra og bróðir voru fluttir á kannaði öryggisvörður hvort faðir þeirra væri enn lifandi. Vörðurinn sagði þeim að hann væri látinn, en það sem verra var þá gat enginn sagt þeim hvort ellefu ára gamall bróðir þeirra, Emmanuel, væri lífs eða liðinn. Nokkrum dögum seinna sá Promise bróðir sinn í sjónvarpinu þar sem sagt var frá börnum sem höfðu lifað veiruna af en hefðu ekki náð sambandi við fjölskyldu sína. Börnin þrjú náðu í bróðir sinn og komu honum heim. Skömmu eftir að hann kom heim byrjaði Ruth, 13 ára systir Promise að sýna einkenni sýkingar og var hún tekin á brott af heilbrigðisstarfsmönnum. Hún lifði þó veiruna af. Enn mæta börnin þó miklum fordómum af nágrönnum sínum og skyldmennum sem forðast að koma nálægt þeim. Hér að neðan má sjá myndband um sögu fjölskyldunnar. Ebóla Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Að minnsta kosti 3.700 börn í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne hafa misst annað eða báða foreldra sína vegna ebólu. Sameinuðu þjóðirnar gera ráð fyrir að þessi tala muni tvöfaldast í mánuðinum, en mörg þessara barna búa áfram á heimilum sínum, ein og yfirgefin.AP fréttaveitan segir frá sögu stúlku sem heitir Promise og hvernig meirihluti fjölskyldu hennar smitaðist af ebólu og dó.Hálf fjölskyldan veiktist Promise er 16 ára gömul og bjó ásamt foreldrum sínum og fjórum systkynum í litlu húsi í höfuðborg Líberíu, Monróvíu. Móðir hennar dó í síðasta mánuði og skömmu seinna sýndu faðir hennar og fimm mánaða gamall bróðir einnig einkenni. Þá áttaði hún sig á því að þetta væri ekki malaría. Hún segist hafa reynt að halda systkynum sínum öruggum og lét þau leika sér mikið úti og eftir að hún annaðist faðir sinn þreif hún sér vel um hendurnar. Þrátt fyrir það smitaðist annar bróðir hennar af veirunni. Á endanum lést yngsti bróðir hennar, en lík hans var á heimili þeirra um nokkurra daga skeið þar sem heilbrigðisstarfsmenn höfðu ekki tök á að sækja líkið, né faðir hennar sem veiktist meira með hverjum deginum. Þeir komu þó og hún horfði á hálfa fjölskyldu sína flutta á brott í sjúkrabíl. Promise sat eftir með 15 ára bróður sínum og 13 ára systur.Mættu miklum fordómum Frændi þeirra lét þau hafa peninga en vildi þó ekki snerta þau né koma of nálægt þeim. Hinum börnunum var bannað að leika við þau og þau mættu miklum fordómum. Þar að auki höfðu þau ekki aðgang að síma né áttu þau efni á því að taka leigubíl til að kanna heilsu föður þeirra og bróður. Að endingu náðu þau þau að skrapa saman nægum peningum til að finna föður sinn. Þegar þau komu að meðferðarstöðinni sem faðir þeirra og bróðir voru fluttir á kannaði öryggisvörður hvort faðir þeirra væri enn lifandi. Vörðurinn sagði þeim að hann væri látinn, en það sem verra var þá gat enginn sagt þeim hvort ellefu ára gamall bróðir þeirra, Emmanuel, væri lífs eða liðinn. Nokkrum dögum seinna sá Promise bróðir sinn í sjónvarpinu þar sem sagt var frá börnum sem höfðu lifað veiruna af en hefðu ekki náð sambandi við fjölskyldu sína. Börnin þrjú náðu í bróðir sinn og komu honum heim. Skömmu eftir að hann kom heim byrjaði Ruth, 13 ára systir Promise að sýna einkenni sýkingar og var hún tekin á brott af heilbrigðisstarfsmönnum. Hún lifði þó veiruna af. Enn mæta börnin þó miklum fordómum af nágrönnum sínum og skyldmennum sem forðast að koma nálægt þeim. Hér að neðan má sjá myndband um sögu fjölskyldunnar.
Ebóla Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira