Stelpurnar klæðast 66°Norður eins og þegar þær urðu Evrópumeistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2014 15:30 Íslensku keppendurnir fengu afhentar landsliðspeysur frá 66°Norður í gær. Frá vinstri eru landsliðskonurnar Glódís Guðgeirsdóttir, Sif Pálsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir og Sólveig Bergsdóttir. Mynd/FSÍ Íslensku landsliðin ætla sér stóra hluti á Evrópumótinu í hópfimleikum sem hefst í Laugardalshöll næstkomandi miðvikudag en fimm íslensk lið keppa á mótinu Alls taka 42 lið frá fjórtán þjóðum þátt í mótinu sem fer fram 15.-18. október. Ísland er með þrjú lið í unglingaflokki og tvö í fullorðinsflokki. „Það er komin mikil eftirvænting og spenna í mannskapinn eins og gefur að skilja enda er þetta einn stærsti íþróttaviðburður sem fram hefur farið innanhúss hér á landi. Við eigum tvo titla að verja frá síðasta Evrópumóti þannig að við setjum markið hátt. Íslensku liðið byrjuðu að æfa fyrir mótið í janúar sl. Og eftir sumarfrí í júlí hafa liðin æft 4-5 sinnum í viku og farið í tvær æfingabúðir hér á landi,” segir Sólveig Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Fimleikasambandi Íslands, í fréttatilkynningu frá Fimleikasambandinu. Íslensku keppendurnir fengu afhentar landsliðspeysur frá 66°Norður í gær. „66°Norður styrkti okkur fyrir síðasta Evrópumót fyrir tveimur árum og því var ákveðið að halda því góða samstarfi áfram. Við erum þakklát fyrir stuðninginn og fimleikafólkið tekur sig mjög vel út í peysunum,” segir Sólveig. Sólveig segir að það sé mikill undirbúningur í gangi fyrir svona stórt verkefni en sérstök stúka, sem rúmar fjögur þúsund manns, hefur verið flutt til landsins og verður sett upp í fimleikahöllinni. Hún hvetur Íslendinga til að fylla höllina á Evrópumótinu og styðja vel við bakið á íslensku liðunum. Íþróttir Tengdar fréttir EM í hópfimleikum: Sif ætlar að skila gullinu í þriðja skipti Aðeins vika er í að tíunda Evrópumótið í hópfimleikum hefjist í Laugardalshöll. Keppni stendur yfir dagana 15. til 18. október. 7. október 2014 16:55 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira
Íslensku landsliðin ætla sér stóra hluti á Evrópumótinu í hópfimleikum sem hefst í Laugardalshöll næstkomandi miðvikudag en fimm íslensk lið keppa á mótinu Alls taka 42 lið frá fjórtán þjóðum þátt í mótinu sem fer fram 15.-18. október. Ísland er með þrjú lið í unglingaflokki og tvö í fullorðinsflokki. „Það er komin mikil eftirvænting og spenna í mannskapinn eins og gefur að skilja enda er þetta einn stærsti íþróttaviðburður sem fram hefur farið innanhúss hér á landi. Við eigum tvo titla að verja frá síðasta Evrópumóti þannig að við setjum markið hátt. Íslensku liðið byrjuðu að æfa fyrir mótið í janúar sl. Og eftir sumarfrí í júlí hafa liðin æft 4-5 sinnum í viku og farið í tvær æfingabúðir hér á landi,” segir Sólveig Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Fimleikasambandi Íslands, í fréttatilkynningu frá Fimleikasambandinu. Íslensku keppendurnir fengu afhentar landsliðspeysur frá 66°Norður í gær. „66°Norður styrkti okkur fyrir síðasta Evrópumót fyrir tveimur árum og því var ákveðið að halda því góða samstarfi áfram. Við erum þakklát fyrir stuðninginn og fimleikafólkið tekur sig mjög vel út í peysunum,” segir Sólveig. Sólveig segir að það sé mikill undirbúningur í gangi fyrir svona stórt verkefni en sérstök stúka, sem rúmar fjögur þúsund manns, hefur verið flutt til landsins og verður sett upp í fimleikahöllinni. Hún hvetur Íslendinga til að fylla höllina á Evrópumótinu og styðja vel við bakið á íslensku liðunum.
Íþróttir Tengdar fréttir EM í hópfimleikum: Sif ætlar að skila gullinu í þriðja skipti Aðeins vika er í að tíunda Evrópumótið í hópfimleikum hefjist í Laugardalshöll. Keppni stendur yfir dagana 15. til 18. október. 7. október 2014 16:55 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira
EM í hópfimleikum: Sif ætlar að skila gullinu í þriðja skipti Aðeins vika er í að tíunda Evrópumótið í hópfimleikum hefjist í Laugardalshöll. Keppni stendur yfir dagana 15. til 18. október. 7. október 2014 16:55