Hero4 kemur í þremur útgáfum. Hero4 Silver kostar 400 dali og er með snertiskjá. Önnur útgáfa, sem kostar einungis 130 dali. Þriðja útgáfan heitir Hero4 Black, en henni er ætlað að höfða til atvinnumanna. Með henni er hægt að taka upp myndbönd í fjórfaldri háskerpu.
Á vef Wall Street Journal þar sem farið er yfir kosti og galla vélanna segir að stærsti galli þeirra sé að rafhlaðan endist einungis í tvær og hálfa klukkustund.
Vélarnar koma á markaði ytra þann 5. október næstkomandi.