Hamilton á ráspól í Singapúr Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. september 2014 13:53 Hamilton var í góðu formi í dag, en hvað gerist á morgun? Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í Singapúr, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Brautin í Marina Bay var flóðlýst að vanda. Fjórar af síðustu keppnum hafa unnist frá ráspól. Það var því mikilvægur ráspól í boði. Ökumenn glímdu við gripleysi á fyrstu hringjum tímatökunnar. Fyrstur til finna fyrir því var Rosberg. Romain Grosjean á Lotus fann einnig fyrir því. Í fyrstu lotu duttu út: Kamui Kobayashi og Marcus Ericsson á Caterham, Max Chilton og Jules Bianchi á Marussia, Pastor Maldonado á Lotus og Adrian Sutil á Sauber. Ferrari menn voru fljótastir í lotunni. Kimi Raikkonen hraðastur og Fernando Alonso annar. Mercedes menn voru skammt undan.Raikkonen átti kaflaskiptan dag. Fljótastur í fyrstu lotu en svo bilaði bíllinn í þriðju lotunni. Hvað hefði orðið?Vísir/GettyÍ annarri lotu: duttu út Grosjean á Lotus, Sergio Perez og Nico Hulkenberg á Force India, Esteban Gutierrez á Sauber, Jean-Eric Vergne á Toro Rosso og Jenson Button á McLaren. Í þriðju lotu börðust tíu hröðustu ökumenn dagsins. Loka atlaga ökumanna var spennandi, brautin var stöðugt að kólna sem var líklegra til að skila hraðari tíma. Bíll Raikkonen bilaði á úthring. Hann gat því ekki tekið þátt í baráttunni um ráspól. Hamilton náði ráspól í blálokin. Rosberg hafði rétt áður náð ráspól en viðbrögð hans í talstöðinni voru „fjárinn“. „Þriðja lotan hefði hvort eð er verið erfið. Framendinn var einfaldlega ekki að ná gripi. Við munum ræða mögulegar keppnisáætlanir í kvöld,“ sagði Button eftir að þáttöku hans í tímatökunni lauk. „Ég læsti dekkjum á leið inn í fyrstu beygju á síðasta hring. Þannig að hringurinn byrjaði ekki alltof vel. Mér tókst að vinna það upp yfir hringinn og ná ráspól,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna. „Bilið var svo lítið. Lewis gerði vel í að ná ráspól svo vel gert hjá honum. Það tók mig smá tíma að finna mig í tímatökunni. Stillingarnar á bílnum voru ekki alveg eins og þær ættu að vera eftir heitari æfingu í morgun,“ sagði Rosberg. „Það má alltaf reyna á morgun. Við enduðum nær Mercedes en við þorðum að vona. Það verður gaman að sjá hvað við getum gert á morgun. Það er gaman að sjá ástralska fána í stúkunni, takk fyrir stuðninginn,“ sagði Ricciardo. Rosberg þurfti að ræða mikið við verkfræðinga sína andlit til andlits. Frammistöðuskilaboðabannið hafði eflaust einhver áhrif í dag.Vísir/GettyÚrslit tímatökunnar fyrir Singapúr kappaksturinn 2014: 1.Lewis Hamilton - Mercedes 2.Nico Rosberg - Mercedes 3.Daniel Ricciardo - Red Bull 4.Sebastian Vettel - Red Bull 5.Fernando Alonso - Ferrari 6.Felipe Massa - Williams 7.Kimi Raikkonen - Ferrari 8.Valtteri Bottas - Williams 9.Kevin Magnussen - McLaren 10.Daniil Kvyat - Toro Rosso 11.Jenson Button - McLaren 12.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 13.Nico Hulkenberg - Force India 14.Esteban Gutierrez - Sauber 15.Sergio Perez - Force India 16.Romain Grosjean - Lotus 17.Adrian Sutil - Sauber 18.Pastor Maldonado - Lotus 19.Jules Bianchi - Marussia 20.Kamui Kobayashi - Caterham 21.Max Chilton - Marussia 22.Marcus Ericsson - Caterham Mercedes liðið var ekki eins öruggt í sessi á brautinni eins og venjan hefur verið á tímabilinu. Ferrari, Red Bull og Williams virtust öll eiga möguleika á ráspól í dag. Keppnin á morgun verður spennandi. Útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport. Formúla Tengdar fréttir Hvað má og hvað má ekki í talstöðvasamskiptum Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA), hefur sent frá sér nánari útlistun á hvað felst í nýrri reglu um bann við frammistöðutengdum skilaboðum. 16. september 2014 18:45 Luca di Montezemolo hættir hjá Ferrari Luca di Mintezemolo hefur sjálfur staðfest að hann ætli að láta af störfum sem forseti Ferrari í næsta mánuði, eftir tveggja áratuga starf. 10. september 2014 16:00 FIA bannar frammistöðuskilaboð FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið hefur ákveðið að banna öll frammistöðutengd skilaboð í talstöðvum liðanna til ökumanna. Bannið mun taka gildi fyrir keppnina í Singapore, næstu helgi. 11. september 2014 17:30 Formúlu 1 keppnir 2015 Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA), kynnti í dag keppnisdagatal næsta árs. Keppnirnar verða 20 í heildina, keppni í Mexíkó er eina viðbótin. 12. september 2014 20:30 Ecclestone: Enn of auðvelt fyrir ökumenn Bernie Ecclestone, einráður Formúlu 1, hefur sagt að sér þyki starf ökumanna enn of auðvelt. Hann vill að akstur Formúlu 1 bíla verði meiri áskorun. 18. september 2014 22:00 Lowe vill sjá öruggt fyrsta og annað sæti í Singapúr Paddy Lowe, tæknistjóri Mercedes óskar þess af ökumönnum liðsins að þeir einbeit sér að því að tryggja liðinu fyrsta og annað sætið í Singapúr. Hann vill ekki sjá neitt drama. 15. september 2014 00:02 Alonso og Hamilton fljótastir á föstudegi Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Singapúr kappaksturinn sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á þeirri seinni. 19. september 2014 22:41 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í Singapúr, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Brautin í Marina Bay var flóðlýst að vanda. Fjórar af síðustu keppnum hafa unnist frá ráspól. Það var því mikilvægur ráspól í boði. Ökumenn glímdu við gripleysi á fyrstu hringjum tímatökunnar. Fyrstur til finna fyrir því var Rosberg. Romain Grosjean á Lotus fann einnig fyrir því. Í fyrstu lotu duttu út: Kamui Kobayashi og Marcus Ericsson á Caterham, Max Chilton og Jules Bianchi á Marussia, Pastor Maldonado á Lotus og Adrian Sutil á Sauber. Ferrari menn voru fljótastir í lotunni. Kimi Raikkonen hraðastur og Fernando Alonso annar. Mercedes menn voru skammt undan.Raikkonen átti kaflaskiptan dag. Fljótastur í fyrstu lotu en svo bilaði bíllinn í þriðju lotunni. Hvað hefði orðið?Vísir/GettyÍ annarri lotu: duttu út Grosjean á Lotus, Sergio Perez og Nico Hulkenberg á Force India, Esteban Gutierrez á Sauber, Jean-Eric Vergne á Toro Rosso og Jenson Button á McLaren. Í þriðju lotu börðust tíu hröðustu ökumenn dagsins. Loka atlaga ökumanna var spennandi, brautin var stöðugt að kólna sem var líklegra til að skila hraðari tíma. Bíll Raikkonen bilaði á úthring. Hann gat því ekki tekið þátt í baráttunni um ráspól. Hamilton náði ráspól í blálokin. Rosberg hafði rétt áður náð ráspól en viðbrögð hans í talstöðinni voru „fjárinn“. „Þriðja lotan hefði hvort eð er verið erfið. Framendinn var einfaldlega ekki að ná gripi. Við munum ræða mögulegar keppnisáætlanir í kvöld,“ sagði Button eftir að þáttöku hans í tímatökunni lauk. „Ég læsti dekkjum á leið inn í fyrstu beygju á síðasta hring. Þannig að hringurinn byrjaði ekki alltof vel. Mér tókst að vinna það upp yfir hringinn og ná ráspól,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna. „Bilið var svo lítið. Lewis gerði vel í að ná ráspól svo vel gert hjá honum. Það tók mig smá tíma að finna mig í tímatökunni. Stillingarnar á bílnum voru ekki alveg eins og þær ættu að vera eftir heitari æfingu í morgun,“ sagði Rosberg. „Það má alltaf reyna á morgun. Við enduðum nær Mercedes en við þorðum að vona. Það verður gaman að sjá hvað við getum gert á morgun. Það er gaman að sjá ástralska fána í stúkunni, takk fyrir stuðninginn,“ sagði Ricciardo. Rosberg þurfti að ræða mikið við verkfræðinga sína andlit til andlits. Frammistöðuskilaboðabannið hafði eflaust einhver áhrif í dag.Vísir/GettyÚrslit tímatökunnar fyrir Singapúr kappaksturinn 2014: 1.Lewis Hamilton - Mercedes 2.Nico Rosberg - Mercedes 3.Daniel Ricciardo - Red Bull 4.Sebastian Vettel - Red Bull 5.Fernando Alonso - Ferrari 6.Felipe Massa - Williams 7.Kimi Raikkonen - Ferrari 8.Valtteri Bottas - Williams 9.Kevin Magnussen - McLaren 10.Daniil Kvyat - Toro Rosso 11.Jenson Button - McLaren 12.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 13.Nico Hulkenberg - Force India 14.Esteban Gutierrez - Sauber 15.Sergio Perez - Force India 16.Romain Grosjean - Lotus 17.Adrian Sutil - Sauber 18.Pastor Maldonado - Lotus 19.Jules Bianchi - Marussia 20.Kamui Kobayashi - Caterham 21.Max Chilton - Marussia 22.Marcus Ericsson - Caterham Mercedes liðið var ekki eins öruggt í sessi á brautinni eins og venjan hefur verið á tímabilinu. Ferrari, Red Bull og Williams virtust öll eiga möguleika á ráspól í dag. Keppnin á morgun verður spennandi. Útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport.
Formúla Tengdar fréttir Hvað má og hvað má ekki í talstöðvasamskiptum Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA), hefur sent frá sér nánari útlistun á hvað felst í nýrri reglu um bann við frammistöðutengdum skilaboðum. 16. september 2014 18:45 Luca di Montezemolo hættir hjá Ferrari Luca di Mintezemolo hefur sjálfur staðfest að hann ætli að láta af störfum sem forseti Ferrari í næsta mánuði, eftir tveggja áratuga starf. 10. september 2014 16:00 FIA bannar frammistöðuskilaboð FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið hefur ákveðið að banna öll frammistöðutengd skilaboð í talstöðvum liðanna til ökumanna. Bannið mun taka gildi fyrir keppnina í Singapore, næstu helgi. 11. september 2014 17:30 Formúlu 1 keppnir 2015 Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA), kynnti í dag keppnisdagatal næsta árs. Keppnirnar verða 20 í heildina, keppni í Mexíkó er eina viðbótin. 12. september 2014 20:30 Ecclestone: Enn of auðvelt fyrir ökumenn Bernie Ecclestone, einráður Formúlu 1, hefur sagt að sér þyki starf ökumanna enn of auðvelt. Hann vill að akstur Formúlu 1 bíla verði meiri áskorun. 18. september 2014 22:00 Lowe vill sjá öruggt fyrsta og annað sæti í Singapúr Paddy Lowe, tæknistjóri Mercedes óskar þess af ökumönnum liðsins að þeir einbeit sér að því að tryggja liðinu fyrsta og annað sætið í Singapúr. Hann vill ekki sjá neitt drama. 15. september 2014 00:02 Alonso og Hamilton fljótastir á föstudegi Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Singapúr kappaksturinn sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á þeirri seinni. 19. september 2014 22:41 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Hvað má og hvað má ekki í talstöðvasamskiptum Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA), hefur sent frá sér nánari útlistun á hvað felst í nýrri reglu um bann við frammistöðutengdum skilaboðum. 16. september 2014 18:45
Luca di Montezemolo hættir hjá Ferrari Luca di Mintezemolo hefur sjálfur staðfest að hann ætli að láta af störfum sem forseti Ferrari í næsta mánuði, eftir tveggja áratuga starf. 10. september 2014 16:00
FIA bannar frammistöðuskilaboð FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið hefur ákveðið að banna öll frammistöðutengd skilaboð í talstöðvum liðanna til ökumanna. Bannið mun taka gildi fyrir keppnina í Singapore, næstu helgi. 11. september 2014 17:30
Formúlu 1 keppnir 2015 Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA), kynnti í dag keppnisdagatal næsta árs. Keppnirnar verða 20 í heildina, keppni í Mexíkó er eina viðbótin. 12. september 2014 20:30
Ecclestone: Enn of auðvelt fyrir ökumenn Bernie Ecclestone, einráður Formúlu 1, hefur sagt að sér þyki starf ökumanna enn of auðvelt. Hann vill að akstur Formúlu 1 bíla verði meiri áskorun. 18. september 2014 22:00
Lowe vill sjá öruggt fyrsta og annað sæti í Singapúr Paddy Lowe, tæknistjóri Mercedes óskar þess af ökumönnum liðsins að þeir einbeit sér að því að tryggja liðinu fyrsta og annað sætið í Singapúr. Hann vill ekki sjá neitt drama. 15. september 2014 00:02
Alonso og Hamilton fljótastir á föstudegi Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Singapúr kappaksturinn sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á þeirri seinni. 19. september 2014 22:41