Landslið Íslands í blaki taka nú um helgina þátt í undankeppni fyrir Ólympíuleikina í Ríó, en leikið er í Óðinsvé í Danmörku.
Ísland sendir tvö karlapör og tvö kvennapör einnig. Lúðvík og Theódór eru í öðru karlaliðinu og Hafsteinn og Kristján í hinu.
Kvennamegin eru það Berglind og Elísabet annarsvegar og Jóna Guðlaug og Thelma Dögg hinsvegar.
Leikið er um helgina, en liðin halda svo heim á leið á mánudag. Nánari fréttir af liðinu má finna á fésbókarsíðu landsliðsins, en hana má sjá með því að smella hér.
Sport