Eurovision stjarna spókaði sig í miðbænum Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 22. september 2014 13:18 Auður með goðinu sjálfu, Johnny Logan. Epískt myndefni, segir Auður. Vísir/Einkasafn „Ég sá hann labba hérna framhjá og tók strax eftir honum og fyrstu viðbrögðin voru að brosa til hans. Ég var reyndar alls ekki viss um hvort þetta væri hann, en þegar hann gekk hérna fram hjá aftur og stoppaði við horniði, þá stóðst ég ekki mátið, fór út og spurði hvort það gæti verið að þetta væri hann,“ segir Auður Gná Ingvarsdóttir eigandi verslunarinnar Insúlu á Skólavörðustíg en hún hitti írsku Eurovisionstjörnuna Johnny Logan um helgina. Hún spurði hann að sjálfsögðu hvort hún mætti ekki fá mynd af honum, enda að hennar sögn algjörlega epískt myndefni, Eftir smá tæknileg vandræði með myndavélina í símanum, sem leystist með hjálp bróður Johnnys, náðist þessi fína mynd og þeir tóku ekki annað í mál en taka eina mynd af okkur saman fyrir utan verslunina, segir Auður. „Hann var hinn almennilegasti, sagðist hafa verið að koma frá Jóni Sæmundi í Dead þar sem hann keypti sér nokkra boli. Svo spurði hann mig hvort Bó (Björgvin Halldórsson) væri ekki enn að syngja og hvort Krummi sonur hans væri ekki enn að gera tónlist,“ segir Auður, sem fannst gaman að heyra að hann hefði áhuga á og þekkti til þeirra feðga. Söngvarinn var að koma til landsins í fjórða sinn, en hann var með bróður sínum og eiginkonu sinni sem einnig er umboðsmaðurinn hans. Hann starfar nú á skemmtiferðaskipi sem var hér yfir helgina. Auður segir þessa uppákomu hafa verið einstaklega skondna, því kvöldið áður hafi hún og vinkonur hennar verið með smá ballöðu einkagrín og hún hafi einmitt sent vinkonu sinni sem er írsk og búsett hér á landi myndband með honum. „Mér fannst þetta mjög sérstak og vægast sagt skondið, þar em við vorum að grínast með þetta, því það er ekki á hverjum degi sem maður er að horfa á Johnny Logan myndbönd, ég er ekkert gallharður aðdáandi,“ segir Auður, sem segist samt bera fulla virðingu fyrir söngvaranum. Fyrir þá sem ekki vita þá hefur Johnny Logan sigrað Eurovision þrisvar sinnum, fyrst árið 1980 þegar hann söng lagið „What‘s another year“ og aftur árið 1987 þegar hann sigraði með slagaranum „Hold me now“. Árið 1992 samdi hann svo sigurlag Íra „Why me“. Eurovision Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
„Ég sá hann labba hérna framhjá og tók strax eftir honum og fyrstu viðbrögðin voru að brosa til hans. Ég var reyndar alls ekki viss um hvort þetta væri hann, en þegar hann gekk hérna fram hjá aftur og stoppaði við horniði, þá stóðst ég ekki mátið, fór út og spurði hvort það gæti verið að þetta væri hann,“ segir Auður Gná Ingvarsdóttir eigandi verslunarinnar Insúlu á Skólavörðustíg en hún hitti írsku Eurovisionstjörnuna Johnny Logan um helgina. Hún spurði hann að sjálfsögðu hvort hún mætti ekki fá mynd af honum, enda að hennar sögn algjörlega epískt myndefni, Eftir smá tæknileg vandræði með myndavélina í símanum, sem leystist með hjálp bróður Johnnys, náðist þessi fína mynd og þeir tóku ekki annað í mál en taka eina mynd af okkur saman fyrir utan verslunina, segir Auður. „Hann var hinn almennilegasti, sagðist hafa verið að koma frá Jóni Sæmundi í Dead þar sem hann keypti sér nokkra boli. Svo spurði hann mig hvort Bó (Björgvin Halldórsson) væri ekki enn að syngja og hvort Krummi sonur hans væri ekki enn að gera tónlist,“ segir Auður, sem fannst gaman að heyra að hann hefði áhuga á og þekkti til þeirra feðga. Söngvarinn var að koma til landsins í fjórða sinn, en hann var með bróður sínum og eiginkonu sinni sem einnig er umboðsmaðurinn hans. Hann starfar nú á skemmtiferðaskipi sem var hér yfir helgina. Auður segir þessa uppákomu hafa verið einstaklega skondna, því kvöldið áður hafi hún og vinkonur hennar verið með smá ballöðu einkagrín og hún hafi einmitt sent vinkonu sinni sem er írsk og búsett hér á landi myndband með honum. „Mér fannst þetta mjög sérstak og vægast sagt skondið, þar em við vorum að grínast með þetta, því það er ekki á hverjum degi sem maður er að horfa á Johnny Logan myndbönd, ég er ekkert gallharður aðdáandi,“ segir Auður, sem segist samt bera fulla virðingu fyrir söngvaranum. Fyrir þá sem ekki vita þá hefur Johnny Logan sigrað Eurovision þrisvar sinnum, fyrst árið 1980 þegar hann söng lagið „What‘s another year“ og aftur árið 1987 þegar hann sigraði með slagaranum „Hold me now“. Árið 1992 samdi hann svo sigurlag Íra „Why me“.
Eurovision Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira