Eurovision stjarna spókaði sig í miðbænum Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 22. september 2014 13:18 Auður með goðinu sjálfu, Johnny Logan. Epískt myndefni, segir Auður. Vísir/Einkasafn „Ég sá hann labba hérna framhjá og tók strax eftir honum og fyrstu viðbrögðin voru að brosa til hans. Ég var reyndar alls ekki viss um hvort þetta væri hann, en þegar hann gekk hérna fram hjá aftur og stoppaði við horniði, þá stóðst ég ekki mátið, fór út og spurði hvort það gæti verið að þetta væri hann,“ segir Auður Gná Ingvarsdóttir eigandi verslunarinnar Insúlu á Skólavörðustíg en hún hitti írsku Eurovisionstjörnuna Johnny Logan um helgina. Hún spurði hann að sjálfsögðu hvort hún mætti ekki fá mynd af honum, enda að hennar sögn algjörlega epískt myndefni, Eftir smá tæknileg vandræði með myndavélina í símanum, sem leystist með hjálp bróður Johnnys, náðist þessi fína mynd og þeir tóku ekki annað í mál en taka eina mynd af okkur saman fyrir utan verslunina, segir Auður. „Hann var hinn almennilegasti, sagðist hafa verið að koma frá Jóni Sæmundi í Dead þar sem hann keypti sér nokkra boli. Svo spurði hann mig hvort Bó (Björgvin Halldórsson) væri ekki enn að syngja og hvort Krummi sonur hans væri ekki enn að gera tónlist,“ segir Auður, sem fannst gaman að heyra að hann hefði áhuga á og þekkti til þeirra feðga. Söngvarinn var að koma til landsins í fjórða sinn, en hann var með bróður sínum og eiginkonu sinni sem einnig er umboðsmaðurinn hans. Hann starfar nú á skemmtiferðaskipi sem var hér yfir helgina. Auður segir þessa uppákomu hafa verið einstaklega skondna, því kvöldið áður hafi hún og vinkonur hennar verið með smá ballöðu einkagrín og hún hafi einmitt sent vinkonu sinni sem er írsk og búsett hér á landi myndband með honum. „Mér fannst þetta mjög sérstak og vægast sagt skondið, þar em við vorum að grínast með þetta, því það er ekki á hverjum degi sem maður er að horfa á Johnny Logan myndbönd, ég er ekkert gallharður aðdáandi,“ segir Auður, sem segist samt bera fulla virðingu fyrir söngvaranum. Fyrir þá sem ekki vita þá hefur Johnny Logan sigrað Eurovision þrisvar sinnum, fyrst árið 1980 þegar hann söng lagið „What‘s another year“ og aftur árið 1987 þegar hann sigraði með slagaranum „Hold me now“. Árið 1992 samdi hann svo sigurlag Íra „Why me“. Eurovision Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Ég sá hann labba hérna framhjá og tók strax eftir honum og fyrstu viðbrögðin voru að brosa til hans. Ég var reyndar alls ekki viss um hvort þetta væri hann, en þegar hann gekk hérna fram hjá aftur og stoppaði við horniði, þá stóðst ég ekki mátið, fór út og spurði hvort það gæti verið að þetta væri hann,“ segir Auður Gná Ingvarsdóttir eigandi verslunarinnar Insúlu á Skólavörðustíg en hún hitti írsku Eurovisionstjörnuna Johnny Logan um helgina. Hún spurði hann að sjálfsögðu hvort hún mætti ekki fá mynd af honum, enda að hennar sögn algjörlega epískt myndefni, Eftir smá tæknileg vandræði með myndavélina í símanum, sem leystist með hjálp bróður Johnnys, náðist þessi fína mynd og þeir tóku ekki annað í mál en taka eina mynd af okkur saman fyrir utan verslunina, segir Auður. „Hann var hinn almennilegasti, sagðist hafa verið að koma frá Jóni Sæmundi í Dead þar sem hann keypti sér nokkra boli. Svo spurði hann mig hvort Bó (Björgvin Halldórsson) væri ekki enn að syngja og hvort Krummi sonur hans væri ekki enn að gera tónlist,“ segir Auður, sem fannst gaman að heyra að hann hefði áhuga á og þekkti til þeirra feðga. Söngvarinn var að koma til landsins í fjórða sinn, en hann var með bróður sínum og eiginkonu sinni sem einnig er umboðsmaðurinn hans. Hann starfar nú á skemmtiferðaskipi sem var hér yfir helgina. Auður segir þessa uppákomu hafa verið einstaklega skondna, því kvöldið áður hafi hún og vinkonur hennar verið með smá ballöðu einkagrín og hún hafi einmitt sent vinkonu sinni sem er írsk og búsett hér á landi myndband með honum. „Mér fannst þetta mjög sérstak og vægast sagt skondið, þar em við vorum að grínast með þetta, því það er ekki á hverjum degi sem maður er að horfa á Johnny Logan myndbönd, ég er ekkert gallharður aðdáandi,“ segir Auður, sem segist samt bera fulla virðingu fyrir söngvaranum. Fyrir þá sem ekki vita þá hefur Johnny Logan sigrað Eurovision þrisvar sinnum, fyrst árið 1980 þegar hann söng lagið „What‘s another year“ og aftur árið 1987 þegar hann sigraði með slagaranum „Hold me now“. Árið 1992 samdi hann svo sigurlag Íra „Why me“.
Eurovision Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira