Opel Adam stökkmús á sterum Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2014 15:11 Opel Adam S er sannkölluð stökkmús. Opel Adam smábíllinn sem selst hefur gríðarvel í Evrópu undanfarið mun brátt fást í sportútfærslu með 150 hestafla vél og fær hann stafinn S í endann. Þessi nýja útfærsla Adam verður kynntur á bílasýningunni í París sem hefst 2. október. Fjögurra strokka og 1,4 lítra forþjöppudrifin vél verður í Opel Adam S og það hendir honum í 100 km hraða á 8,5 sekúndum. Fjöðrun bílsins er stífari en í hefbundnum Adam, hann er með Recaro sportsætum, 6 gíra beinskiptingu, 18 tommu felgum, OPC bremsum og bæði er innra og ytra útlit bílsins sportlegra og flottara. Svo er aldrei að vita hvort Opel muni í framhaldinu framleiða enn öflugri útfærslu Adam sem fengi þá stafina OPC í enda nafns síns. Opel Adam er einn þeirra nýju bíla sem Bílabúð Benna mun kynna á næstunni, en eins og kunnugt er tók Benni við umboðssölu Opel bíla á Íslandi frá BL. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent
Opel Adam smábíllinn sem selst hefur gríðarvel í Evrópu undanfarið mun brátt fást í sportútfærslu með 150 hestafla vél og fær hann stafinn S í endann. Þessi nýja útfærsla Adam verður kynntur á bílasýningunni í París sem hefst 2. október. Fjögurra strokka og 1,4 lítra forþjöppudrifin vél verður í Opel Adam S og það hendir honum í 100 km hraða á 8,5 sekúndum. Fjöðrun bílsins er stífari en í hefbundnum Adam, hann er með Recaro sportsætum, 6 gíra beinskiptingu, 18 tommu felgum, OPC bremsum og bæði er innra og ytra útlit bílsins sportlegra og flottara. Svo er aldrei að vita hvort Opel muni í framhaldinu framleiða enn öflugri útfærslu Adam sem fengi þá stafina OPC í enda nafns síns. Opel Adam er einn þeirra nýju bíla sem Bílabúð Benna mun kynna á næstunni, en eins og kunnugt er tók Benni við umboðssölu Opel bíla á Íslandi frá BL.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent