„Vildum halda áfram að skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. september 2014 06:30 Velgengni Stjörnunnar á undanförnum árum hefur verið ótrúleg. Vísir/Valli „Sviðið og bikarinn voru á svæðinu og því var eðlilega smá skrekkur í okkur framan af. Við hristum það svo af okkur og kláruðum þetta eins og við vildum,“ segir besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, Harpa Þorsteinsdóttir, eftir að hún hafði tryggt Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinn í gær. Eftir slakan fyrri hálfleik gegn Aftureldingu reif Stjarnan sig upp og vann 3-0 sigur með glæsilegri þrennu frá Hörpu. Hún er komin með 27 mörk í 17 leikjum í sumar og hefur verið óstöðvandi. „Ég vona að Stjarnan haldi áfram að vera með yfirburði í þessari deild. Við höfum svo sannarlega alla burði til þess. Liðið er gott og mikill efniviður í yngri flokkunum hjá okkur.“ Yfirburðir Stjörnunnar hafa verið miklir í sumar rétt eins og í fyrra. Liðið er aðeins búið að tapa einum leik og gera eitt jafntefli. Í fyrra vann liðið alla sína leiki. Það er hvergi veikan hlekk að finna í þessu Stjörnuliði og með markaskorara eins og Hörpu innan sinna raða er það einfaldlega óstöðvandi. „Það er mjög sætt að hafa náð tvennunni en það er nákvæmlega það sem stefnt var að. Við vildum halda áfram að skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt. Félagið hafði aldrei varið titilinn og ekki heldur unnið tvöfalt,“ segir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari liðsins, en það leyndi sér ekki að hann var gríðarlega stoltur af stelpunum og hann ætlar að halda áfram að þjálfa þær. „Það er í höndum Stjörnunnar að halda áfram vel utan um þetta lið því að hópurinn er frábær. Það er frábær efniviður hér til þess að byggja á til framtíðar.“ Það er svo sannarlega verk að vinna hjá öðrum félögum ef á að velta þessu Stjörnuliði úr sessi. Frábært lið, breiður hópur og fleiri stelpur að koma upp. Þessar stelpur skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt á hverju ári og þær vilja að strákarnir feti í fótspor þeirra. „Við erum að endurskrifa söguna og nú er komið að strákunum. Ég er viss um að þeir vinna í ár og það sé gullöld í uppsiglingu í fótboltanum í Garðabæ,“ sagði sigurreifur fyrirliði Stjörnunnar, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Annar Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar í röð | Myndaveisla Stjörnustúlkur eru tvöfaldir meistarar í ár. 22. september 2014 22:21 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Afturelding 3-0 | Stjarnan meistari annað árið í röð Stjarnan varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. 22. september 2014 14:32 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Sjá meira
„Sviðið og bikarinn voru á svæðinu og því var eðlilega smá skrekkur í okkur framan af. Við hristum það svo af okkur og kláruðum þetta eins og við vildum,“ segir besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, Harpa Þorsteinsdóttir, eftir að hún hafði tryggt Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinn í gær. Eftir slakan fyrri hálfleik gegn Aftureldingu reif Stjarnan sig upp og vann 3-0 sigur með glæsilegri þrennu frá Hörpu. Hún er komin með 27 mörk í 17 leikjum í sumar og hefur verið óstöðvandi. „Ég vona að Stjarnan haldi áfram að vera með yfirburði í þessari deild. Við höfum svo sannarlega alla burði til þess. Liðið er gott og mikill efniviður í yngri flokkunum hjá okkur.“ Yfirburðir Stjörnunnar hafa verið miklir í sumar rétt eins og í fyrra. Liðið er aðeins búið að tapa einum leik og gera eitt jafntefli. Í fyrra vann liðið alla sína leiki. Það er hvergi veikan hlekk að finna í þessu Stjörnuliði og með markaskorara eins og Hörpu innan sinna raða er það einfaldlega óstöðvandi. „Það er mjög sætt að hafa náð tvennunni en það er nákvæmlega það sem stefnt var að. Við vildum halda áfram að skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt. Félagið hafði aldrei varið titilinn og ekki heldur unnið tvöfalt,“ segir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari liðsins, en það leyndi sér ekki að hann var gríðarlega stoltur af stelpunum og hann ætlar að halda áfram að þjálfa þær. „Það er í höndum Stjörnunnar að halda áfram vel utan um þetta lið því að hópurinn er frábær. Það er frábær efniviður hér til þess að byggja á til framtíðar.“ Það er svo sannarlega verk að vinna hjá öðrum félögum ef á að velta þessu Stjörnuliði úr sessi. Frábært lið, breiður hópur og fleiri stelpur að koma upp. Þessar stelpur skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt á hverju ári og þær vilja að strákarnir feti í fótspor þeirra. „Við erum að endurskrifa söguna og nú er komið að strákunum. Ég er viss um að þeir vinna í ár og það sé gullöld í uppsiglingu í fótboltanum í Garðabæ,“ sagði sigurreifur fyrirliði Stjörnunnar, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Annar Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar í röð | Myndaveisla Stjörnustúlkur eru tvöfaldir meistarar í ár. 22. september 2014 22:21 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Afturelding 3-0 | Stjarnan meistari annað árið í röð Stjarnan varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. 22. september 2014 14:32 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Sjá meira
Annar Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar í röð | Myndaveisla Stjörnustúlkur eru tvöfaldir meistarar í ár. 22. september 2014 22:21
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Afturelding 3-0 | Stjarnan meistari annað árið í röð Stjarnan varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. 22. september 2014 14:32
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn