Viðskipti erlent

Forstjóri olíusjóðsins gagnrýndur fyrir einkafjárfestingar sínar

Yngve Slyngstad.
Yngve Slyngstad. Vísir/AFP
Yngve Slyngstad, forstjóri Norska olíusjóðsins, sætir nú mikilli gagnrýni heima fyrir en komið hefur í ljós að hann hefur staðið í umtalsverðum persónulegum fjárfestingum sem sérfræðingar segja orka tvímælis.

Olíusjóðurinn er einn stærsti fjárfestingarsjóður heims sem er í ríkiseigu og meðal annars hefur sjóðurinn fjárfest í flugfélögunum SAS og Ryanair. Nú hefur hinsvegar komið á daginn að Slyngstad á sjálfur hlutabréf fyrir um 600 þúsund norskar krónur í norska flugfélaginu Norwegian sem er í harðri samkeppni við hin félögin tvö.

Prófessor við norska viðskiptaháskólann segir í samtali við norska ríkisútvarpið segir þessa stöðu Slyngstads skjóta skökku við og fleiri fjármálasérfræðingar hafa gagnrýnt forstjórann eftir að málið komst upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×