Hraunið að verða stærra en úr Heklugosinu 1947 Kristján Már Unnarsson skrifar 23. september 2014 10:15 Hraunflæðið frá eldstöðinni er á við rennsli Þjórsár. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Hraunið sem myndast hefur er með þeim stærstu sem runnið hafa á Íslandi í langan tíma,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í yfirliti sem birt var í gærkvöldi á vef Jarðvísindastofnunar um gosið í Holuhrauni. Það hefur nú staðið þrjár vikur og er ekkert lát á krafti þess. „Ef skoðuð eru gos síðustu 150 ára, er aðeins hraunið sem myndaðist í Heklugosinu 1947-48 stærra, 0,8 rúmkílómetrar, en það gos stóð í 13 mánuði. Ef gosið Holuhrauni heldur áfram með sama krafti og verið hefur gæti það náð 0,8 rúmkílómetrum eftir tvær vikur,“ segir Magnús Tumi. Meðalhraunflæðið þessar þrjár vikur hefur samkvæmt nýrri mælingu verið á bilinu 230-350 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar er meðalrennsli Þjórsár við Urriðafoss um 350 rúmmetrar á sekúndu og Ölfusár við Selfoss um 370 rúmmetrar á sekúndu.Hraunjaðarinn kominn út í Jökulsá á Fjöllum. Dyngjujökull í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vettvangshópur Jarðvísindastofnunar mældi á föstudag og laugardag þykktir hraunsins í 12 sniðum allt frá gígum að jaðrinum við Jökulsá. Naut hópurinn aðstoðar mælingamanna frá Landsvirkjun. Jaðrar hraunsins eru að meðaltali 8 m háir norðan megin en mest er þykktin á miðlínu hraunsins, segir á vef Jarðvísindastofnunar. Ef farið er eftir miðlínunni frá gígum til austsuðaustur að jaðri við Jökulsá, er þykktin mest næst gígunum um 30 metrar, en 18-22 metrar víðast hvar annarstaðar. Meðalþykktin er nú nú talin vera 14 metrar.Útbreiðsla nýja hraunsins.Kort/Jarðvísindastofnun HÍ.Samkvæmt korti sem Ingibjörg Jónsdóttir á Jarðfræðistofnun hefur sett saman á grundvelli nýjustu gagna var flatarmál hraunsins um 37 ferkílómetrar á laugardag, Rúmmálið er metið sem margfeldi þykktar og flatarmáls og niðurstaðan er um 0,5 rúmkílómetrar. Óvissan er allavega 0.1 rúmkílómetri til eða frá. Bárðarbunga Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
„Hraunið sem myndast hefur er með þeim stærstu sem runnið hafa á Íslandi í langan tíma,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í yfirliti sem birt var í gærkvöldi á vef Jarðvísindastofnunar um gosið í Holuhrauni. Það hefur nú staðið þrjár vikur og er ekkert lát á krafti þess. „Ef skoðuð eru gos síðustu 150 ára, er aðeins hraunið sem myndaðist í Heklugosinu 1947-48 stærra, 0,8 rúmkílómetrar, en það gos stóð í 13 mánuði. Ef gosið Holuhrauni heldur áfram með sama krafti og verið hefur gæti það náð 0,8 rúmkílómetrum eftir tvær vikur,“ segir Magnús Tumi. Meðalhraunflæðið þessar þrjár vikur hefur samkvæmt nýrri mælingu verið á bilinu 230-350 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar er meðalrennsli Þjórsár við Urriðafoss um 350 rúmmetrar á sekúndu og Ölfusár við Selfoss um 370 rúmmetrar á sekúndu.Hraunjaðarinn kominn út í Jökulsá á Fjöllum. Dyngjujökull í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vettvangshópur Jarðvísindastofnunar mældi á föstudag og laugardag þykktir hraunsins í 12 sniðum allt frá gígum að jaðrinum við Jökulsá. Naut hópurinn aðstoðar mælingamanna frá Landsvirkjun. Jaðrar hraunsins eru að meðaltali 8 m háir norðan megin en mest er þykktin á miðlínu hraunsins, segir á vef Jarðvísindastofnunar. Ef farið er eftir miðlínunni frá gígum til austsuðaustur að jaðri við Jökulsá, er þykktin mest næst gígunum um 30 metrar, en 18-22 metrar víðast hvar annarstaðar. Meðalþykktin er nú nú talin vera 14 metrar.Útbreiðsla nýja hraunsins.Kort/Jarðvísindastofnun HÍ.Samkvæmt korti sem Ingibjörg Jónsdóttir á Jarðfræðistofnun hefur sett saman á grundvelli nýjustu gagna var flatarmál hraunsins um 37 ferkílómetrar á laugardag, Rúmmálið er metið sem margfeldi þykktar og flatarmáls og niðurstaðan er um 0,5 rúmkílómetrar. Óvissan er allavega 0.1 rúmkílómetri til eða frá.
Bárðarbunga Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira