Nýr Volkswagen Polo GTI í París Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2014 17:26 Nýr Volkswagen Polo GTI með aragrúa af hestöflum í afar smáum bíl. Bílaframleiðendur eru nú hver að öðrum að svifta hulunni af þeim nýjungum sem þeir munu kynna gestum bílasýningarinnar í París sem hefst í næstu viku. Stærsti bílaframleiðandi í Evrópu lætur sitt náttúrulega ekki eftir liggja, þ.e. Volkswagen. Volkswagen ætlar þar að sýna nýja gerð Polo GTI. Þessi kraftaútgáfa smábílsins Polo er nú kominn með enn kraftmeiri vél og úr 1,8 lítra sprengirými hans koma nú 189 hestöfl, en voru fyrr 177. Það skilar honum í hundraðið á 6,7 skúndum, eða 0,2 sekúndum fyrr en í fyrri gerð bílsins. Polo GTI var áður aðeins fáanlegur með 7 gíra sjálfskiptingu en nú er eins og Volkswagen hafi bænheyrt grjótharða bílaáhugamenn og býður einnig 6 gíra beinskiptingu í bílnum. Útlitsbreytingar eru aðallega að framan og aftan og nýir stuðarar beggja megin. Einhverjar breytingar eru einnig á innréttingu bílsins og fær hann rauðstöguð sæti og nýtt stýri. Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent
Bílaframleiðendur eru nú hver að öðrum að svifta hulunni af þeim nýjungum sem þeir munu kynna gestum bílasýningarinnar í París sem hefst í næstu viku. Stærsti bílaframleiðandi í Evrópu lætur sitt náttúrulega ekki eftir liggja, þ.e. Volkswagen. Volkswagen ætlar þar að sýna nýja gerð Polo GTI. Þessi kraftaútgáfa smábílsins Polo er nú kominn með enn kraftmeiri vél og úr 1,8 lítra sprengirými hans koma nú 189 hestöfl, en voru fyrr 177. Það skilar honum í hundraðið á 6,7 skúndum, eða 0,2 sekúndum fyrr en í fyrri gerð bílsins. Polo GTI var áður aðeins fáanlegur með 7 gíra sjálfskiptingu en nú er eins og Volkswagen hafi bænheyrt grjótharða bílaáhugamenn og býður einnig 6 gíra beinskiptingu í bílnum. Útlitsbreytingar eru aðallega að framan og aftan og nýir stuðarar beggja megin. Einhverjar breytingar eru einnig á innréttingu bílsins og fær hann rauðstöguð sæti og nýtt stýri.
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent