Ólafur byrjar vel í úrtökumóti í Frakklandi Jón Júlíus Karlsson skrifar 23. september 2014 21:46 Ólafur Björn Loftsson ásamt föður sínum, Lofti Ólafssyni. Vísir/Ólafur Björn Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum lék fyrsta hringinn í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í Frakklandi á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Ólafur er í 14. sæti eftir fyrsta keppnisdag en 20-25 efstu kylfingarnir í mótinu komast áfram á næsta stig. Ólafur Björn var stöðugur í dag en hann fékk fjóra fugla og tvo skolla. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum en fimm kylfingar léku á 66 höggum í dag. Leikið Golf d'Hardelot vellinum í Frakklandi. Á Facebook-síðu sinni kveðst Ólafur vera sáttur með spilamennsku dagsins. „Boltaslátturinn var betri en í síðustu mótum, hitti allar brautirnar nema eina og hitti 16 flatir í tilætluðum höggafjölda. Púttin voru ágæt á hringnum þó ég hefði verið til í að sjá aðeins fleiri detta. Frábært að hafa pabba á pokanum, við skemmtum okkur vel í dag. Nú er það bara að halda áfram að hafa gaman og gera enn betur á morgun,“ skrifar Ólafur. Fjórir íslenskrir kylfingar taka þátt í úrtökumótunum fyrir Evrópumótaröðina. Í síðustu viku komst Þórður Rafn Gissurarson úr GR áfram á annað stig eftir að hafa orðið í 23. sæti í móti í Englandi. Axel Bóasson úr GK féll úr keppni eftir þátttöku í móti í Þýskalandi. Íslandsmeistarinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG verður meðal keppenda í úrtökumóti sem fram fer í Portúgal í næstu viku. Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum lék fyrsta hringinn í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í Frakklandi á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Ólafur er í 14. sæti eftir fyrsta keppnisdag en 20-25 efstu kylfingarnir í mótinu komast áfram á næsta stig. Ólafur Björn var stöðugur í dag en hann fékk fjóra fugla og tvo skolla. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum en fimm kylfingar léku á 66 höggum í dag. Leikið Golf d'Hardelot vellinum í Frakklandi. Á Facebook-síðu sinni kveðst Ólafur vera sáttur með spilamennsku dagsins. „Boltaslátturinn var betri en í síðustu mótum, hitti allar brautirnar nema eina og hitti 16 flatir í tilætluðum höggafjölda. Púttin voru ágæt á hringnum þó ég hefði verið til í að sjá aðeins fleiri detta. Frábært að hafa pabba á pokanum, við skemmtum okkur vel í dag. Nú er það bara að halda áfram að hafa gaman og gera enn betur á morgun,“ skrifar Ólafur. Fjórir íslenskrir kylfingar taka þátt í úrtökumótunum fyrir Evrópumótaröðina. Í síðustu viku komst Þórður Rafn Gissurarson úr GR áfram á annað stig eftir að hafa orðið í 23. sæti í móti í Englandi. Axel Bóasson úr GK féll úr keppni eftir þátttöku í móti í Þýskalandi. Íslandsmeistarinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG verður meðal keppenda í úrtökumóti sem fram fer í Portúgal í næstu viku.
Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira