Ólafur byrjar vel í úrtökumóti í Frakklandi Jón Júlíus Karlsson skrifar 23. september 2014 21:46 Ólafur Björn Loftsson ásamt föður sínum, Lofti Ólafssyni. Vísir/Ólafur Björn Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum lék fyrsta hringinn í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í Frakklandi á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Ólafur er í 14. sæti eftir fyrsta keppnisdag en 20-25 efstu kylfingarnir í mótinu komast áfram á næsta stig. Ólafur Björn var stöðugur í dag en hann fékk fjóra fugla og tvo skolla. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum en fimm kylfingar léku á 66 höggum í dag. Leikið Golf d'Hardelot vellinum í Frakklandi. Á Facebook-síðu sinni kveðst Ólafur vera sáttur með spilamennsku dagsins. „Boltaslátturinn var betri en í síðustu mótum, hitti allar brautirnar nema eina og hitti 16 flatir í tilætluðum höggafjölda. Púttin voru ágæt á hringnum þó ég hefði verið til í að sjá aðeins fleiri detta. Frábært að hafa pabba á pokanum, við skemmtum okkur vel í dag. Nú er það bara að halda áfram að hafa gaman og gera enn betur á morgun,“ skrifar Ólafur. Fjórir íslenskrir kylfingar taka þátt í úrtökumótunum fyrir Evrópumótaröðina. Í síðustu viku komst Þórður Rafn Gissurarson úr GR áfram á annað stig eftir að hafa orðið í 23. sæti í móti í Englandi. Axel Bóasson úr GK féll úr keppni eftir þátttöku í móti í Þýskalandi. Íslandsmeistarinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG verður meðal keppenda í úrtökumóti sem fram fer í Portúgal í næstu viku. Golf Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum lék fyrsta hringinn í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í Frakklandi á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Ólafur er í 14. sæti eftir fyrsta keppnisdag en 20-25 efstu kylfingarnir í mótinu komast áfram á næsta stig. Ólafur Björn var stöðugur í dag en hann fékk fjóra fugla og tvo skolla. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum en fimm kylfingar léku á 66 höggum í dag. Leikið Golf d'Hardelot vellinum í Frakklandi. Á Facebook-síðu sinni kveðst Ólafur vera sáttur með spilamennsku dagsins. „Boltaslátturinn var betri en í síðustu mótum, hitti allar brautirnar nema eina og hitti 16 flatir í tilætluðum höggafjölda. Púttin voru ágæt á hringnum þó ég hefði verið til í að sjá aðeins fleiri detta. Frábært að hafa pabba á pokanum, við skemmtum okkur vel í dag. Nú er það bara að halda áfram að hafa gaman og gera enn betur á morgun,“ skrifar Ólafur. Fjórir íslenskrir kylfingar taka þátt í úrtökumótunum fyrir Evrópumótaröðina. Í síðustu viku komst Þórður Rafn Gissurarson úr GR áfram á annað stig eftir að hafa orðið í 23. sæti í móti í Englandi. Axel Bóasson úr GK féll úr keppni eftir þátttöku í móti í Þýskalandi. Íslandsmeistarinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG verður meðal keppenda í úrtökumóti sem fram fer í Portúgal í næstu viku.
Golf Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira