Enn bólar ekkert á náttúrupassanum Heimir Már Pétursson skrifar 25. september 2014 19:15 Enn bólar ekkert á náttúrupassa sem iðnaðarráðherra hefur boðað til að ná í tekjur til að standa undir uppbyggingu innviða í ferðamannaþjónustunni. Þingmenn lýstu áhyggjum sínum af því á Alþingi í morgun að réttur almennings til að njóta náttúrunnar án endurgjalds verði ekki tryggður. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hóf umræðu um innviði ferðaþjónustunnar og gjaldtöku af henni á Alþingi í morgun og sagði að þótt það væri ánægjuefni að ferðamönnum hefði fjölgað mikið á undanförnum árum þyrfti að styrkja innviði ferðaþjónustunnar. Hins vegar hefði óvissa ríkt um tekjustofna ferðaþjónustunnar en iðnaðarráðherra hefði boðað upptöku náttúrupassa sem enn hefðu ekki litið dagsins ljós. Katrín sagði að á sama tíma væru miklar sveiflur í fjárveitingum til framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. „Sem var fyrst skorið niður um háar fjárhæðir í fjárlögum ársins 2014. Síðan var bætt í hann aftur á fjáraukalögum ársins 2014. Nú er aftur skorið niður í fjárlögum ársins 2015 þannig að óvissan heldur áfram og við vitum ekki hvaða leið á að velja til að tryggja hér tekjur fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Katrín. Þá þyrfti að tryggja rétt almennings til aðgengis að náttúruperlum landsins sem tryggður væri með lögum. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði nauðsynlegt að sátt ríkti um málið. „Ég er alveg tilbúinn til að skoða þessa náttúrupassaleið. En eins og hún hefur verið lögð upp hefur hún ekki náð þeirri sátt sem stefnt var að og við þurfum greinilega að finna einhverja einfaldari útfærslu á þessari gjaldtöku,“ sagði Jón. Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að nú hefði ríkisstjórnin tekið einn snúning á þessu máli. „Við bjuggum við harða andstöðu í þessu máli á síðasta kjörtímabili. En það verður ekki þannig núna, að minnska kosti ekki hvað okkur varðar í Samfylkingunni. Við höfum mjög mikinn áhuga á því að sjá þetta mál leitt til lykta með farsælum hætti og við viljum stuðla að því að svo verði gert,“ sagði Katrín. Óttar Proppe þingmaður Bjartrar framtíðar sagði aukinn fjölda ferðamanna skapa álag á náttúru landsins. „Það er mjög mikilvægt að við náum þverpólitískri umræðu og helst þverpólitískri sátt um það að við sköpum ferðaþjónustunni lífvænlegt og sjálfbæran ramma. Til þess bæði að greinin vaxi en ekki síður að hún verði ekki landinu til trafala,“ sagði Óttar. Alþingi Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Enn bólar ekkert á náttúrupassa sem iðnaðarráðherra hefur boðað til að ná í tekjur til að standa undir uppbyggingu innviða í ferðamannaþjónustunni. Þingmenn lýstu áhyggjum sínum af því á Alþingi í morgun að réttur almennings til að njóta náttúrunnar án endurgjalds verði ekki tryggður. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hóf umræðu um innviði ferðaþjónustunnar og gjaldtöku af henni á Alþingi í morgun og sagði að þótt það væri ánægjuefni að ferðamönnum hefði fjölgað mikið á undanförnum árum þyrfti að styrkja innviði ferðaþjónustunnar. Hins vegar hefði óvissa ríkt um tekjustofna ferðaþjónustunnar en iðnaðarráðherra hefði boðað upptöku náttúrupassa sem enn hefðu ekki litið dagsins ljós. Katrín sagði að á sama tíma væru miklar sveiflur í fjárveitingum til framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. „Sem var fyrst skorið niður um háar fjárhæðir í fjárlögum ársins 2014. Síðan var bætt í hann aftur á fjáraukalögum ársins 2014. Nú er aftur skorið niður í fjárlögum ársins 2015 þannig að óvissan heldur áfram og við vitum ekki hvaða leið á að velja til að tryggja hér tekjur fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Katrín. Þá þyrfti að tryggja rétt almennings til aðgengis að náttúruperlum landsins sem tryggður væri með lögum. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði nauðsynlegt að sátt ríkti um málið. „Ég er alveg tilbúinn til að skoða þessa náttúrupassaleið. En eins og hún hefur verið lögð upp hefur hún ekki náð þeirri sátt sem stefnt var að og við þurfum greinilega að finna einhverja einfaldari útfærslu á þessari gjaldtöku,“ sagði Jón. Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að nú hefði ríkisstjórnin tekið einn snúning á þessu máli. „Við bjuggum við harða andstöðu í þessu máli á síðasta kjörtímabili. En það verður ekki þannig núna, að minnska kosti ekki hvað okkur varðar í Samfylkingunni. Við höfum mjög mikinn áhuga á því að sjá þetta mál leitt til lykta með farsælum hætti og við viljum stuðla að því að svo verði gert,“ sagði Katrín. Óttar Proppe þingmaður Bjartrar framtíðar sagði aukinn fjölda ferðamanna skapa álag á náttúru landsins. „Það er mjög mikilvægt að við náum þverpólitískri umræðu og helst þverpólitískri sátt um það að við sköpum ferðaþjónustunni lífvænlegt og sjálfbæran ramma. Til þess bæði að greinin vaxi en ekki síður að hún verði ekki landinu til trafala,“ sagði Óttar.
Alþingi Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira