Áætlanir um framtíð Landspítalans kynntar á fyrri hluta næsta árs Hjörtur Hjartarson skrifar 25. september 2014 19:30 Fjármálaráðherra segir að bygging nýs spítala verði ekki fjármögnuð með lántökum á meðan staða ríkissjóðs sé jafnslæm og raun beri vitni. Formaður Læknafélags Íslands óttast að biðin eftir úrbótum í húsnæðismálum í heilbrigðiskerfinu auki enn á vandann, sem sé gífurlegur. Ekki er gert ráð fyrir því að ráðist verði í byggingu nýs spítala á næsta ári í fjárlögum ársins 2015. Fjármálaráðherra segir málið engu að síður í forgangi hjá ríkisstjórninni og um það ríki breið pólitísk samstaða. „Við höfum hinsvegar ekki í hyggju að taka lán og skuldsetja ríkissjóð þannig að á sama tíma verði hér hallarekstur á ríkissjóði til þess að forgangsraða fyrir þessu máli,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherraFormaður læknafélagsins segir orð Bjarna ekki koma sér á óvart. „Þetta eru auðvitað vonbrigði en þetta er í sama anda og hann hefur áður lýst að það verði ekki tekin lán fyrir þessu að óbreyttu. En þetta er það mikil fjárfesting að ég sé ekki fram á það á næstu allmörg árin að það verði til það miklir peningar aukalega í ríkisbúskapnum að það verði hægt að byrja og klára nýja spítala [án lántöku], þetta eru svo margir milljarðar, kannski 60 til 80 milljarðar,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. En bygging nýs spítala er ekki það eina sem þarf til að bæta heilbrigðiskerfið á Íslandi að mati Þorbjörns. Kjaramál lækna hafa einnig verið í brennidepli. Sex nýútskrifaðir íslenskir krabbameinslæknar, sem starfa erlendis, segja í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að ef fram heldur sem horfir muni enginn krabbameinslæknir starfa á Íslandi árið 2020. „Það er bara ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda. Við getum ekki sent alla sjúklinga til meðhöndlunar erlendis. Það eitt myndi nú sliga heilbrigðiskerfið.“Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags ÍslandsAðalfundur Læknafélagsins var haldinn í dag og þar tók heilbrigðisráðherra til máls.Hann sagði að áætlun um byggingu nýs spítala ætti að liggja fyrir innan tíðar. „Með samþykkt ályktunarinnar er ríkisstjórninni falið að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefur verið tryggð. Ég geri mér vonir um að tillögur um það hvernig best sé staðið að málum Landspítalans líti dagsins ljós á fyrri hluta komandi árs,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. Alþingi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Súðarvíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að bygging nýs spítala verði ekki fjármögnuð með lántökum á meðan staða ríkissjóðs sé jafnslæm og raun beri vitni. Formaður Læknafélags Íslands óttast að biðin eftir úrbótum í húsnæðismálum í heilbrigðiskerfinu auki enn á vandann, sem sé gífurlegur. Ekki er gert ráð fyrir því að ráðist verði í byggingu nýs spítala á næsta ári í fjárlögum ársins 2015. Fjármálaráðherra segir málið engu að síður í forgangi hjá ríkisstjórninni og um það ríki breið pólitísk samstaða. „Við höfum hinsvegar ekki í hyggju að taka lán og skuldsetja ríkissjóð þannig að á sama tíma verði hér hallarekstur á ríkissjóði til þess að forgangsraða fyrir þessu máli,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherraFormaður læknafélagsins segir orð Bjarna ekki koma sér á óvart. „Þetta eru auðvitað vonbrigði en þetta er í sama anda og hann hefur áður lýst að það verði ekki tekin lán fyrir þessu að óbreyttu. En þetta er það mikil fjárfesting að ég sé ekki fram á það á næstu allmörg árin að það verði til það miklir peningar aukalega í ríkisbúskapnum að það verði hægt að byrja og klára nýja spítala [án lántöku], þetta eru svo margir milljarðar, kannski 60 til 80 milljarðar,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. En bygging nýs spítala er ekki það eina sem þarf til að bæta heilbrigðiskerfið á Íslandi að mati Þorbjörns. Kjaramál lækna hafa einnig verið í brennidepli. Sex nýútskrifaðir íslenskir krabbameinslæknar, sem starfa erlendis, segja í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að ef fram heldur sem horfir muni enginn krabbameinslæknir starfa á Íslandi árið 2020. „Það er bara ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda. Við getum ekki sent alla sjúklinga til meðhöndlunar erlendis. Það eitt myndi nú sliga heilbrigðiskerfið.“Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags ÍslandsAðalfundur Læknafélagsins var haldinn í dag og þar tók heilbrigðisráðherra til máls.Hann sagði að áætlun um byggingu nýs spítala ætti að liggja fyrir innan tíðar. „Með samþykkt ályktunarinnar er ríkisstjórninni falið að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefur verið tryggð. Ég geri mér vonir um að tillögur um það hvernig best sé staðið að málum Landspítalans líti dagsins ljós á fyrri hluta komandi árs,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.
Alþingi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Súðarvíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Sjá meira