Valur og Keflavík mætast í úrslitum Lengjubikarsins | Myndir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2014 22:55 Það verða Valur og Keflavík sem mætast í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í körfubolta, en undanúrslitaleikirnir fóru fram í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Þar mættust annars vegar Valur og Íslandsmeistarar Snæfells og hins vegar Keflavík og Haukar.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði í kvöld og smellti af myndum sem sjá má hér fyrir neðan. Snæfell byrjaði leikinn mun betur og náði mest níu stiga forystu í fyrsta leikhluta. Valskonur náðu þó fljótlega áttum og þær leiddu með þremur stigum, 27-24, eftir fyrsta leikhluta. Valur hélt uppteknum hætti framan af öðrum leikhluta, en liðið náði tvívegis níu stiga forystu. Snæfellskonur vöknuðu þá til lífsins og minnkuðu muninn, en staðan var 42-41, Val í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Jafnt var á flestum tölum í þriðja leikhluta og staðan að honum loknum var jöfn, 64-64. Áfram var jafnræði með liðunum í fjórða leikhluta, en Valskonur sigu fram úr undir lokin og munaði þar miklu um framlag Joannu Harden sem skoraði alls 36 stig í leiknum. Lokatölur voru 84-80, Val í vil. Harden var stigahæst í liði Vals, en Ragna MargrétBrynjarsdóttir kom næst með 16 stig, auk þess sem hún tók níu fráköst.Kristen McCarthy var atkvæðamest í liði Íslandsmeistranna með 34 stig og 13 fráköst. Ellefu af 34 stigum McCarthy komu af vítalínunni, en hún hitti aðeins úr 30% af tveggja stiga skotum sínum í leiknum.Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst með 16 stig. HildurSigurðardóttir gældi við þrefalda tvennu (12-7-8), en líkt og McCarthy var hún í vandræðum með að hitta utan af velli. Haukar leiddu eftir fyrsta leikhluta í seinni leik kvöldsins, 16-17, en Keflavíkurkonur voru öflugari í öðrum leikhluta sem þær unnu með níu stigum. Keflavík leiddi í hálfleik, 44-36. Haukakonur komu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik, skoruðu fyrstu níu stigin og náðu forystunni, 44-45. Keflvíkurkonur tóku þó fljótlega við sér og komust átta stigum yfir um miðjan þriðja leikhluta, 55-47. Hafnarfjarðarliðið endaði leikhlutann betur og fyrir lokaleikhlutann var staðan 61-57, Keflavík í vil. Suðurnesjastúlkur tóku völdin í sínar hendur í upphafi fjórða leikhluta og náðu góðu forskoti sem Haukum tókst ekki að brúa. Keflavík vann að lokum með níu stigum, 94-83.Sara Rún Hinriksdóttir átti frábæran leik fyrir Keflavík; skoraði 26 stig, tók átta stig og gaf fimm stoðsendingar. Bríet Sif Hinriksdóttir kom næst með 14 stig.Lele Hardy var einu sinni sem oftar atkvæðamest í liði Hauka með 38 stig, 16 fráköst og fimm stoðsendingar. María Lind Sigurðardóttir skoraði tíu stig og Sylvía Rún Hálfdanardóttir skoraði sjö stig, tók sjö fráköst og varði þrjú skot. Úrslitaleikurinn verður í Ásgarði klukkan 14:00 á laugardaginn.Tölfræðin úr leikjum kvöldsins:Valur-Snæfell 84-80 (27-24, 15-17, 22-23, 20-16)Valur: Joanna Harden 36/5 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 16/9 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 8/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/6 fráköst/11 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 6/12 fráköst/3 varin skot, Margrét Ósk Einarsdóttir 4, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Rannveig María Björnsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Bergdís Sigurðardóttir 0.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 34/13 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 16/5 fráköst, Hildur Sigurdardottir 12/7 fráköst/8 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, María Björnsdóttir 2, Rósa Indriðadóttir 0, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0, Aníta Rún Sæþórsdóttir 0.Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Aðalsteinn HrafnkelssonKeflavík-Haukar 94-83 (16-17, 28-19, 17-21, 33-26)Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 26/8 fráköst/5 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14, Ingunn Embla Kristínardóttir 14/5 stoðsendingar, Marín Laufey Davíðsdóttir 12, Sandra Lind Þrastardóttir 9/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 9/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4, Lovísa Falsdóttir 3/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2, Elfa Falsdottir 1, Irena Sól Jónsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.Haukar: LeLe Hardy 38/16 fráköst/5 stoðsendingar, María Lind Sigurðardóttir 10, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 7/7 fráköst/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 6, Dagbjört Samúelsdóttir 5, Inga Rún Svansdóttir 4, Dýrfinna Arnardóttir 3, Inga Sif Sigfúsdóttir 2, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0.Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Halldor Geir JenssonKristrún Sigurjónsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir eigast við í leik Vals og Snæfells.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Það verða Valur og Keflavík sem mætast í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í körfubolta, en undanúrslitaleikirnir fóru fram í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Þar mættust annars vegar Valur og Íslandsmeistarar Snæfells og hins vegar Keflavík og Haukar.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði í kvöld og smellti af myndum sem sjá má hér fyrir neðan. Snæfell byrjaði leikinn mun betur og náði mest níu stiga forystu í fyrsta leikhluta. Valskonur náðu þó fljótlega áttum og þær leiddu með þremur stigum, 27-24, eftir fyrsta leikhluta. Valur hélt uppteknum hætti framan af öðrum leikhluta, en liðið náði tvívegis níu stiga forystu. Snæfellskonur vöknuðu þá til lífsins og minnkuðu muninn, en staðan var 42-41, Val í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Jafnt var á flestum tölum í þriðja leikhluta og staðan að honum loknum var jöfn, 64-64. Áfram var jafnræði með liðunum í fjórða leikhluta, en Valskonur sigu fram úr undir lokin og munaði þar miklu um framlag Joannu Harden sem skoraði alls 36 stig í leiknum. Lokatölur voru 84-80, Val í vil. Harden var stigahæst í liði Vals, en Ragna MargrétBrynjarsdóttir kom næst með 16 stig, auk þess sem hún tók níu fráköst.Kristen McCarthy var atkvæðamest í liði Íslandsmeistranna með 34 stig og 13 fráköst. Ellefu af 34 stigum McCarthy komu af vítalínunni, en hún hitti aðeins úr 30% af tveggja stiga skotum sínum í leiknum.Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst með 16 stig. HildurSigurðardóttir gældi við þrefalda tvennu (12-7-8), en líkt og McCarthy var hún í vandræðum með að hitta utan af velli. Haukar leiddu eftir fyrsta leikhluta í seinni leik kvöldsins, 16-17, en Keflavíkurkonur voru öflugari í öðrum leikhluta sem þær unnu með níu stigum. Keflavík leiddi í hálfleik, 44-36. Haukakonur komu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik, skoruðu fyrstu níu stigin og náðu forystunni, 44-45. Keflvíkurkonur tóku þó fljótlega við sér og komust átta stigum yfir um miðjan þriðja leikhluta, 55-47. Hafnarfjarðarliðið endaði leikhlutann betur og fyrir lokaleikhlutann var staðan 61-57, Keflavík í vil. Suðurnesjastúlkur tóku völdin í sínar hendur í upphafi fjórða leikhluta og náðu góðu forskoti sem Haukum tókst ekki að brúa. Keflavík vann að lokum með níu stigum, 94-83.Sara Rún Hinriksdóttir átti frábæran leik fyrir Keflavík; skoraði 26 stig, tók átta stig og gaf fimm stoðsendingar. Bríet Sif Hinriksdóttir kom næst með 14 stig.Lele Hardy var einu sinni sem oftar atkvæðamest í liði Hauka með 38 stig, 16 fráköst og fimm stoðsendingar. María Lind Sigurðardóttir skoraði tíu stig og Sylvía Rún Hálfdanardóttir skoraði sjö stig, tók sjö fráköst og varði þrjú skot. Úrslitaleikurinn verður í Ásgarði klukkan 14:00 á laugardaginn.Tölfræðin úr leikjum kvöldsins:Valur-Snæfell 84-80 (27-24, 15-17, 22-23, 20-16)Valur: Joanna Harden 36/5 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 16/9 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 8/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/6 fráköst/11 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 6/12 fráköst/3 varin skot, Margrét Ósk Einarsdóttir 4, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Rannveig María Björnsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Bergdís Sigurðardóttir 0.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 34/13 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 16/5 fráköst, Hildur Sigurdardottir 12/7 fráköst/8 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, María Björnsdóttir 2, Rósa Indriðadóttir 0, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0, Aníta Rún Sæþórsdóttir 0.Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Aðalsteinn HrafnkelssonKeflavík-Haukar 94-83 (16-17, 28-19, 17-21, 33-26)Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 26/8 fráköst/5 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14, Ingunn Embla Kristínardóttir 14/5 stoðsendingar, Marín Laufey Davíðsdóttir 12, Sandra Lind Þrastardóttir 9/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 9/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4, Lovísa Falsdóttir 3/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2, Elfa Falsdottir 1, Irena Sól Jónsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.Haukar: LeLe Hardy 38/16 fráköst/5 stoðsendingar, María Lind Sigurðardóttir 10, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 7/7 fráköst/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 6, Dagbjört Samúelsdóttir 5, Inga Rún Svansdóttir 4, Dýrfinna Arnardóttir 3, Inga Sif Sigfúsdóttir 2, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0.Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Halldor Geir JenssonKristrún Sigurjónsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir eigast við í leik Vals og Snæfells.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli
Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum