Sport

Fimleikalandsliðið lagði af stað til Kína í morgun

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Frá vinstri Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir, Norma Dögg Róbertsdóttir og Thelma Rut Hermannsdóttir voru kátar í Leifsstöð í morgun.
Frá vinstri Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir, Norma Dögg Róbertsdóttir og Thelma Rut Hermannsdóttir voru kátar í Leifsstöð í morgun. mynd/fimleikasambandið
Íslenska landsliðið í áhaldafimleikum hélt utan til Kína í morgun, en þar fer heimsmeistaramótið fram dagana 3.-12. október.

Allt landsliðsfólkið kemur úr Gerpu, en þær Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir, Norma Dögg Róbertsdóttir og Thelma Rut Hermannsdóttir keppa í kvennaflokki og ValgarðReinhardsson í karlaflokki.

Það var létt yfir stelpunum í það minnsta í Leifsstöð í morgun, en þeirra bíður langt ferðalag til Kína.

Landsliðsþjálfarar eru Guðmundur Þór Brynjólfsson, Róbert Kristmannsson og Sandra Dögg Árnadóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×