Öflugasti blæjubíll heims Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2014 09:52 Ferrari 458 Speciale A. Ferrari mun kynna öflugasta blæjubíl sem fjöldaframleiddur hefur verið á bílasýningunni í París í næstu viku. Bíllinn heitir Ferrari 458 Speciale A og stendur A fyrir Aperta á ítölsku sem þýðir opinn. Hann þjáist sannarlega ekki af aflleysi því hestöflin eru 597 og koma frá 4,5 lítra V8 vél og tog hennar er 540 Nm. Hann er ekki nema sléttar 3 sekúndur í hundrað kílómeta hraða og 9,5 sekúndur í 200. Ferrari segir að bjæjuútfærsla bílsins sé 50 kílóum þyngri en venjulegur Ferrari 458 og að það taki aðeins 14 sekúndur að opna eða loka blæjunni. Í yfirbyggingu bílsins eru koltrefjar mikið notaðar til að létta bílinn. Meiningin er að framleiða 499 númeruð eintök af þessum aflmikla blæjubíl og verður Ferrari vafalaust ekki í vandræðum með að finna kaupendur sem fyrr. Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent
Ferrari mun kynna öflugasta blæjubíl sem fjöldaframleiddur hefur verið á bílasýningunni í París í næstu viku. Bíllinn heitir Ferrari 458 Speciale A og stendur A fyrir Aperta á ítölsku sem þýðir opinn. Hann þjáist sannarlega ekki af aflleysi því hestöflin eru 597 og koma frá 4,5 lítra V8 vél og tog hennar er 540 Nm. Hann er ekki nema sléttar 3 sekúndur í hundrað kílómeta hraða og 9,5 sekúndur í 200. Ferrari segir að bjæjuútfærsla bílsins sé 50 kílóum þyngri en venjulegur Ferrari 458 og að það taki aðeins 14 sekúndur að opna eða loka blæjunni. Í yfirbyggingu bílsins eru koltrefjar mikið notaðar til að létta bílinn. Meiningin er að framleiða 499 númeruð eintök af þessum aflmikla blæjubíl og verður Ferrari vafalaust ekki í vandræðum með að finna kaupendur sem fyrr.
Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent