416 hestafla Porsche Cayenne Hybrid Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2014 15:45 Alveg eins í útliti og venjulegur Cayenne, en er tvinnbíll sem eyðir afar litlu. Porsche mun kynna nýjustu gerð Cayenne jeppans á bílasýningunni í París. Hann er með tvinnaflrás og nefndur Cayenne S E-Hybrid. Bíllinn er með 95 hestafla rafmótorum sem bætast við 333 hestöfl frá 3,0 lítra bensínvél með keflablásara og samtals orkar þessi samsetta aflrás mest 416 hestöfl. Þessi nýi tvinnbíll er því afar öflugur þó svo hann skort talsvert afl til að jafnast á við Porsche Cayenne Turbo með sín 550 hestöfl. Þessi nýi tvinnbíll er þó alger sparigrís, sem Cayenne Turbo er ekki. Eyðsla hans er um 5 lítrar á hverja 100 kílómetra, sem telst ári gott fyrir stóran bíl. Cayenne S E-Hybrid er stungið í samband við heimilisrafmagn og á að komast fyrstu 25 kílómetrana á rafmagninu eingöngu. Verð bílsins verður 76.400 dollarar í Bandaríkjunum, eða 9,2 milljónir. Svona búinn bíll mun falla í hagstæðan vörugjaldaflokk hér á landi og gæti jafnvel orðið ódýrari en dísilútgáfa Cayenne. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent
Porsche mun kynna nýjustu gerð Cayenne jeppans á bílasýningunni í París. Hann er með tvinnaflrás og nefndur Cayenne S E-Hybrid. Bíllinn er með 95 hestafla rafmótorum sem bætast við 333 hestöfl frá 3,0 lítra bensínvél með keflablásara og samtals orkar þessi samsetta aflrás mest 416 hestöfl. Þessi nýi tvinnbíll er því afar öflugur þó svo hann skort talsvert afl til að jafnast á við Porsche Cayenne Turbo með sín 550 hestöfl. Þessi nýi tvinnbíll er þó alger sparigrís, sem Cayenne Turbo er ekki. Eyðsla hans er um 5 lítrar á hverja 100 kílómetra, sem telst ári gott fyrir stóran bíl. Cayenne S E-Hybrid er stungið í samband við heimilisrafmagn og á að komast fyrstu 25 kílómetrana á rafmagninu eingöngu. Verð bílsins verður 76.400 dollarar í Bandaríkjunum, eða 9,2 milljónir. Svona búinn bíll mun falla í hagstæðan vörugjaldaflokk hér á landi og gæti jafnvel orðið ódýrari en dísilútgáfa Cayenne.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent