Fótbolti

Garcia: Pressan er á Manchester City

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Garcia er hress þessa dagana
Garcia er hress þessa dagana vísir/getty
Rudi Garcia þjálfari ítalska A-deildarliðsins Roma hóf sálfræðihernaðinn í gær fyrir leik Manchester City og Roma í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn.

City tekur á móti Roma á þriðjudaginn en Roma rúllaði yfir CSKA Moskva 5-1 í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar á sama tíma og City tapaði fyrir Bayern Munchen.

„Þetta verður frábær viðburður,“ sagði hinn franski þjálfari Roma eftir 2-0 sigurinn á Emils Hallfreðssonar lausum Hellas Verona í gær.

„Þeir eru með núll stig og öll pressan á þeirra herðum. Þeir þurfa að fá úrslit á sínum heimavelli.

„Við vorum góðir og hópurinn sýndi að hann hefur trú á hæfileikum sínum. Þessi hópur er tilbúinn að takast á við erfiðu augnablikin.

„Við erum lánsamir að vera í riðli með tveimur af bestu liðum Evrópu. Við verðum að njóta augnabliksins og vera öflugir,“ sagði Garcia.

Roma hefur unnið byrjað tímabilið frábærlega og unnið alla sex leiki sína í deildinni til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×