Jeppasýning fór úr böndunum Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2014 10:06 Þrír létust og fjölmargir slösuðust er ökumaður risajeppa missti stjórn á bíl sínum á bílasýningu sem haldin var í Haaksbergen í Hollandi um helgina. Bíllinn ók inn í hóp áhorfenda sem ekki tókst að forða sér frá stjórnlausum bílnum. Ekki er ljóst hvað olli stjórnleysi hans. Eins og í meðfylgjandi myndskeiði sést ekur ofurjeppinn fyrst yfir tylft bíla á sínum stóru dekkjum, en tekur svo krappa beygju í átt að áhorfendaskaranum og ökumanni hans tekst ekki að stöðva bílinn í tæka tíð. Einn hinna látnu var barn en tugir annarra lágu að auki eftir, mismikið slasaðir. Ástæða er til að vara við myndskeiðinu, en þar sést þetta hörmulega óhapp. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent
Þrír létust og fjölmargir slösuðust er ökumaður risajeppa missti stjórn á bíl sínum á bílasýningu sem haldin var í Haaksbergen í Hollandi um helgina. Bíllinn ók inn í hóp áhorfenda sem ekki tókst að forða sér frá stjórnlausum bílnum. Ekki er ljóst hvað olli stjórnleysi hans. Eins og í meðfylgjandi myndskeiði sést ekur ofurjeppinn fyrst yfir tylft bíla á sínum stóru dekkjum, en tekur svo krappa beygju í átt að áhorfendaskaranum og ökumanni hans tekst ekki að stöðva bílinn í tæka tíð. Einn hinna látnu var barn en tugir annarra lágu að auki eftir, mismikið slasaðir. Ástæða er til að vara við myndskeiðinu, en þar sést þetta hörmulega óhapp.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent