Erlent

Refsing Pistorius ákveðin 13. október

Atli Ísleifsson skrifar
Saksóknarar í málinu hafa lýst yfir vonbrigðum sínum með að Pistorius hafi ekki verið sakfelldur fyrir morð.
Saksóknarar í málinu hafa lýst yfir vonbrigðum sínum með að Pistorius hafi ekki verið sakfelldur fyrir morð. Vísir/AFP
Dómari mun tilkynna um refsingu Oscars Pistorius þann 13. október, en suður-afríski spretthlauparinn var fundinn sekur um manndráp af gáleysi í morgun. Dómurinn hefur úrskurðað að Pistorius skuli vera laus gegn tryggingu til 13. október.

Pistorius varð unnustu sinni, Reevu Steenkamp að bana á heimili sínu í Pretoríu í febrúarmánuði 2013.

Pistorius gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist, en í frétt BBC segir að sérfræðingar telji líklegt að sjö til tíu ára fangelsisvist verði niðurstaðan.

Saksóknarar í málinu hafa lýst yfir vonbrigðum sínum með að Pistorius hafi ekki verið sakfelldur fyrir morð, en að þeir munu ekki taka ákvörðun um hvort dómnum yrði áfrýjað fyrr en eftir ákvörðun refsingar.


Tengdar fréttir

Dómur kveðinn yfir Pistoriusi

Pistorius á yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði hann fundinn sekur um morð að yfirlögðu ráði.

Réttarhöldum yfir Pistorius frestað til morguns

Fréttaskýrendur segja allt benda til þess að suður-afríski spretthlauparinn verði fundinn sekur um manndráp af gáleysi þó að dómarinn hafi enn ekki tekið slíkt fram svart á hvítu.

Dómsuppkvaðningu frestað til morguns

Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius var í dag sýknaður af ákæru um að hafa myrt unnustu sína af yfirlögðu ráði. Á morgun kemur í ljós hvort hann verður dæmdur fyrir manndráp af gáleysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×