Íslenski boltinn

Ólína hætt með landsliðinu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ólína í landsleik
Ólína í landsleik vísir/daníel
Bakvörðurinn Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir tilkynnti í viðtali á RÚV í hálfleik Íslands og Ísrael á Laugardalsvelli að hún sé búinn að setja landsliðsskóna upp í hillu.

Ólína var ekki valin í A-landslið kvenna fyrir síðustu tvo leikina í undankeppni heimsmeistarakeppninnar gegn Ísrael og Serbíu til að gefa yngri leikmönnum tækifæri.

Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari lokaði þó ekki dyrunum á Ólínu og sagði hana eiga möguleika á að vera valin aftur en Ólína hefur nú sjálf lokað á þann möguleika.

Ólína lék 70 A-landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 2 mörk. Hún fór með liðinu í lokakeppni Evrópumeistaramótsins í Finnlandi 2009 og Svíþjóð 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×