Freyr: Þetta var til skammar Anton Ingi Leifsson skrifar 13. september 2014 20:25 Freyr var ekki sáttur með mótherjana í dag. Vísir/Valli „Þetta var eins og ég vildi hafa þetta. Þær áttu ekki að fá að ógna markinu okkar neitt og það heppnaðist," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandslið Íslands, eftir 3-0 sigur Íslands gegn Ísrael. „Mér fannst við geta spilað betur. Sendingageta liðsins er meiri en þessi. Við vorum með ofboðslega mikið af feilsendingum og við fengum tækifæri til að ganga frá þessum leik jafnvel í fyrri hálfleik." „Ég var aldrei hræddur um að tapa þessum leik eða missa hann niður í jafntefli, en ég vildi bara fá betri ákvarðanir en heilt yfir margt ágætt." „Við töluðum um það að við þyrftum að taka betri ákvarðanir á þeirra sóknarhelming. Ég er ósáttur við of mikið af sendingum sem fóru ekki á bláa treyju, en mörkin þrjú voru fín," sem var ánægður með innkomu varamannana. „Þetta voru frábærar innkomur hjá Sigrúnu, Guðmundu og Gunnhildi sérstaklega hjá Sigrúni. Hún var að spila sinn fyrsta leik og mér fannst hún frábær." Ísraelska liðið henti sér niður hvað eftir annað og tafði leikinn í tíma og ótíma. Freyr var sammála ofanrituðum að þetta var afskaplega leiðinleg sjón og einfaldlega til skammar. „Ég var líka að láta það fara í taugarnar á mér. Þetta er óþolandi. Þetta er í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þetta er bara til skammar og svona framkoma er ekki kvennaknattspyrnunni til framdráttar. Það fannst öllum þetta leiðinlegt og ég vil ekki sjá þetta," sagði Freyr og hélt áfram. „Dómarinn á að taka betur á þessu. Dómarinn var bara einhver fígúra og mér fannst hann taka voðalega illa á þessu." Hvernig leggur Freyr leikinn upp gegn Serbíu? „Við reynum að skerpa á ákveðnum hlutum fyrir leikinn á miðvikudaginn og fara yfir afhverju þetta var svona. Annars höldum við bara áfram að vaxa sem lið og vinna í því sem við erum að gera," sagði Freyr við fjölmiðla í leikslok. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skil sátt við landsliðið Þóra B. Helgadóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Ísrael í dag og gegn Serbíu á miðvikudaginn en það verða síðustu landsleikir hennar. Þóra gerir ráð fyrir að leggja hanskana á hilluna í haust. 13. september 2014 07:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 3-0 | Auðvelt en ekki fallegt á Laugardalsvelli Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór. 13. september 2014 00:01 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
„Þetta var eins og ég vildi hafa þetta. Þær áttu ekki að fá að ógna markinu okkar neitt og það heppnaðist," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandslið Íslands, eftir 3-0 sigur Íslands gegn Ísrael. „Mér fannst við geta spilað betur. Sendingageta liðsins er meiri en þessi. Við vorum með ofboðslega mikið af feilsendingum og við fengum tækifæri til að ganga frá þessum leik jafnvel í fyrri hálfleik." „Ég var aldrei hræddur um að tapa þessum leik eða missa hann niður í jafntefli, en ég vildi bara fá betri ákvarðanir en heilt yfir margt ágætt." „Við töluðum um það að við þyrftum að taka betri ákvarðanir á þeirra sóknarhelming. Ég er ósáttur við of mikið af sendingum sem fóru ekki á bláa treyju, en mörkin þrjú voru fín," sem var ánægður með innkomu varamannana. „Þetta voru frábærar innkomur hjá Sigrúnu, Guðmundu og Gunnhildi sérstaklega hjá Sigrúni. Hún var að spila sinn fyrsta leik og mér fannst hún frábær." Ísraelska liðið henti sér niður hvað eftir annað og tafði leikinn í tíma og ótíma. Freyr var sammála ofanrituðum að þetta var afskaplega leiðinleg sjón og einfaldlega til skammar. „Ég var líka að láta það fara í taugarnar á mér. Þetta er óþolandi. Þetta er í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þetta er bara til skammar og svona framkoma er ekki kvennaknattspyrnunni til framdráttar. Það fannst öllum þetta leiðinlegt og ég vil ekki sjá þetta," sagði Freyr og hélt áfram. „Dómarinn á að taka betur á þessu. Dómarinn var bara einhver fígúra og mér fannst hann taka voðalega illa á þessu." Hvernig leggur Freyr leikinn upp gegn Serbíu? „Við reynum að skerpa á ákveðnum hlutum fyrir leikinn á miðvikudaginn og fara yfir afhverju þetta var svona. Annars höldum við bara áfram að vaxa sem lið og vinna í því sem við erum að gera," sagði Freyr við fjölmiðla í leikslok.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skil sátt við landsliðið Þóra B. Helgadóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Ísrael í dag og gegn Serbíu á miðvikudaginn en það verða síðustu landsleikir hennar. Þóra gerir ráð fyrir að leggja hanskana á hilluna í haust. 13. september 2014 07:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 3-0 | Auðvelt en ekki fallegt á Laugardalsvelli Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór. 13. september 2014 00:01 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Skil sátt við landsliðið Þóra B. Helgadóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Ísrael í dag og gegn Serbíu á miðvikudaginn en það verða síðustu landsleikir hennar. Þóra gerir ráð fyrir að leggja hanskana á hilluna í haust. 13. september 2014 07:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 3-0 | Auðvelt en ekki fallegt á Laugardalsvelli Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór. 13. september 2014 00:01