Skattleggja hvalaskoðun en sleppa Bláa lóninu Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. september 2014 19:45 Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum og hvalaskoðun. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í beinni útsendingu frá Alþingi um þá gagnrýni sem komið hefur fram á frumvarpið. Sjá má viðtal við Bjarna og umfjöllun Stöðvar 2 með því að smella á myndskeið með frétt. Hörð gagnrýni kom fram á tekjuöflunarfrumvarp fjárlaga sem fjármálaráðherra mælti fyrir um í dag. Hækkun almenna virðisaukaskattþrepsins, sem er m.a. skattur á matvæli, úr 7 prósentum í 12 prósent er ennþá heitasta deiluefnið eftir að ASÍ birti könnun sem sýndi að tekjulágir hópar nota miklu stærri hluta ráðstöfunartekna sinna í matarinnkaup en þeir tekjuhærri. Hefur þetta þannig verið túlkað sem bein skattahækkun á þá tekjuminni af þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Ekkert breyst frá bloggi Sigmundar Davíðs „Það hefur ekkert breyst frá því að hæstvirtur forsætisráðherra sagði á sínum tíma að hækkun matarskatts kæmi langverst við tekjulægstu hópana. Ekkert sem hæstvirtur fjármálaráðherra sagði og ekkert í þessari vanburðugu greinargerð breytir því. Hæstvirtur fjármálaráðherra sagði að engir útreikningar hefðu komið fram sem breyta grundvelli þessa frumvarps. Hvað segir hæstvirtur ráðherra þá um könnun ASÍ sem sýnir að tekjulægstu hóparnir eru að eyða tvöfalt heyrra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í mat heldur en tekjuhæstu hóparnir,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar í umræðum á Alþingi í dag. „Ótrúleg svik við kjósendur“ Helgi Hjörvar flokksbróðir Össurar setti hækkun matarskattsins í samhengi við skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. „Á móti þessari litlu fimm prósenta lækkun á skuldum heimilanna, milljón á hvert heimili, skuli þeir ætla að hækka mat í landinu um fimm prósent. Það, virðulegi forseti, eru ótrúleg svik við kjósendur.“ Í tekjuöflunarfrumvarpi fjárlaga er undanþágum frá skattskyldu í virðisaukaskatti fækkað og fólksflutningar í afþreyingarskyni verða gerðir skattskyldir í lægra skattþrepi og bera 12 prósent virðisaukaskatt. Hins vegar mun heilsutengd ferðaþjónusta sem er á mörkum afþreyingar áfram vera undanþegin þessum skatti.Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænnaBláa lónið varla „hefðbundin sundlaug“Þingmenn stjórnarandstöðu hafa gagnrýnt ósanngirnina sem í þessu felst. Eins og Steingrímur J. Sigfússon sem velti því fyrir sér hvers vegna Bláa lónið gæti enn selt þjónustu sína án virðisaukaskatts. „Það má nefna hlut eins og Bláa lónið sem verður áfram án virðisaukaskatts. Er það ekki afþreying til ferðamanna? Ekki er það hefðbundin sundlaug. Eða þjónusta við veiðimenn, þjónusta og leiðsögn við veiðimenn á veiðihótelum. Ég hef ansi mikinn grun um að það sé selt án virðisaukaskatts sem veiðileyfi,“ sagði Steingrímur. „Hvers vegna er ekki gengið lengra í einföldun og í að ryðja burt undanþágum? Hér var nefnd laxveiði og baðþjónusta fyrir ferðamenn í atvinnuskyni,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Alþingi Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum og hvalaskoðun. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í beinni útsendingu frá Alþingi um þá gagnrýni sem komið hefur fram á frumvarpið. Sjá má viðtal við Bjarna og umfjöllun Stöðvar 2 með því að smella á myndskeið með frétt. Hörð gagnrýni kom fram á tekjuöflunarfrumvarp fjárlaga sem fjármálaráðherra mælti fyrir um í dag. Hækkun almenna virðisaukaskattþrepsins, sem er m.a. skattur á matvæli, úr 7 prósentum í 12 prósent er ennþá heitasta deiluefnið eftir að ASÍ birti könnun sem sýndi að tekjulágir hópar nota miklu stærri hluta ráðstöfunartekna sinna í matarinnkaup en þeir tekjuhærri. Hefur þetta þannig verið túlkað sem bein skattahækkun á þá tekjuminni af þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Ekkert breyst frá bloggi Sigmundar Davíðs „Það hefur ekkert breyst frá því að hæstvirtur forsætisráðherra sagði á sínum tíma að hækkun matarskatts kæmi langverst við tekjulægstu hópana. Ekkert sem hæstvirtur fjármálaráðherra sagði og ekkert í þessari vanburðugu greinargerð breytir því. Hæstvirtur fjármálaráðherra sagði að engir útreikningar hefðu komið fram sem breyta grundvelli þessa frumvarps. Hvað segir hæstvirtur ráðherra þá um könnun ASÍ sem sýnir að tekjulægstu hóparnir eru að eyða tvöfalt heyrra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í mat heldur en tekjuhæstu hóparnir,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar í umræðum á Alþingi í dag. „Ótrúleg svik við kjósendur“ Helgi Hjörvar flokksbróðir Össurar setti hækkun matarskattsins í samhengi við skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. „Á móti þessari litlu fimm prósenta lækkun á skuldum heimilanna, milljón á hvert heimili, skuli þeir ætla að hækka mat í landinu um fimm prósent. Það, virðulegi forseti, eru ótrúleg svik við kjósendur.“ Í tekjuöflunarfrumvarpi fjárlaga er undanþágum frá skattskyldu í virðisaukaskatti fækkað og fólksflutningar í afþreyingarskyni verða gerðir skattskyldir í lægra skattþrepi og bera 12 prósent virðisaukaskatt. Hins vegar mun heilsutengd ferðaþjónusta sem er á mörkum afþreyingar áfram vera undanþegin þessum skatti.Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænnaBláa lónið varla „hefðbundin sundlaug“Þingmenn stjórnarandstöðu hafa gagnrýnt ósanngirnina sem í þessu felst. Eins og Steingrímur J. Sigfússon sem velti því fyrir sér hvers vegna Bláa lónið gæti enn selt þjónustu sína án virðisaukaskatts. „Það má nefna hlut eins og Bláa lónið sem verður áfram án virðisaukaskatts. Er það ekki afþreying til ferðamanna? Ekki er það hefðbundin sundlaug. Eða þjónusta við veiðimenn, þjónusta og leiðsögn við veiðimenn á veiðihótelum. Ég hef ansi mikinn grun um að það sé selt án virðisaukaskatts sem veiðileyfi,“ sagði Steingrímur. „Hvers vegna er ekki gengið lengra í einföldun og í að ryðja burt undanþágum? Hér var nefnd laxveiði og baðþjónusta fyrir ferðamenn í atvinnuskyni,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira