200.000 starfsmenn anna ekki eftirspurn eftir iPhone 6 Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. september 2014 12:18 Starfsmenn Foxconn í Kína vinna dag og nótt að framleiðslu símanna. VÍSIR/AFP Samstarfsfyrirtæki Apple í Kína, hátækniframleiðandinn Foxconn, á í stökustu erfiðleikum með að framleiða nógu marga hluti í iPhone 6 snjallsímann til að anna eftirspurn. „Við erum að framleiða um 140 þúsund iPhone 6 plús og 400 þúsund iPhone 6 á hverjum degi og við höfum aldrei framleitt annað eins magn. Þetta er þó ekki nóg til þess að anna öllum forpöntunum,“ sagði heimildarmaður innan fyrirtækisins í samtali við blaðamann Wall Street Journal.iPhone 6 síminn er með 4,7 tommu skjá en skjár iPhone 6 plús er 5,5 tommur að stærð. Foxconn hefur átt í erfiðleikum með að framleiða stærri skjáina og er það ástæða þess að færri iPhone 6 plús verða til á degi hverjum. Foxconn er með um 100 framleiðslulínur að fullum störfum við að framleiða símann allan sólarhringinn í Zhengzhou í Kína. Það eru því rúmlega 200 þúsund manns sem starfa nú einungis við það að framleiða símana vinsælu og leitar Foxconn nú dyrum og dyngjum að nýju starfsfólki. Þetta vandamál virðist þó koma upp í hvert sinn sem Apple hleypir nýrri vöru af stokkunum og eiga samstarfsaðilar oft í stökustu vandræðum með að mæta þeirri gífurlegu eftirspurn sem myndast fyrir vörum fyrirtækisins. Tengdar fréttir Kynningarmyndböndin fyrir iPhone 6 og Apple Watch vekja lukku Apple setti myndböndin á netið í gær og fólk um allan heim hefur horft á þau, enda ríkir mikil eftirvænting eftir vörunum. 10. september 2014 10:39 Apple kynnir stærstu breytinguna á iPhone hingað til Apple hefur birt myndir af iPhone 6. 9. september 2014 17:13 Vill iPhone 6 í skiptum fyrir systur sína Maður frá Sádí-Arabíu hefur beðið unnusta systur sinnar um iPhone 6 ef hann ætlar sér að fá að giftast henni. 16. september 2014 15:13 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Samstarfsfyrirtæki Apple í Kína, hátækniframleiðandinn Foxconn, á í stökustu erfiðleikum með að framleiða nógu marga hluti í iPhone 6 snjallsímann til að anna eftirspurn. „Við erum að framleiða um 140 þúsund iPhone 6 plús og 400 þúsund iPhone 6 á hverjum degi og við höfum aldrei framleitt annað eins magn. Þetta er þó ekki nóg til þess að anna öllum forpöntunum,“ sagði heimildarmaður innan fyrirtækisins í samtali við blaðamann Wall Street Journal.iPhone 6 síminn er með 4,7 tommu skjá en skjár iPhone 6 plús er 5,5 tommur að stærð. Foxconn hefur átt í erfiðleikum með að framleiða stærri skjáina og er það ástæða þess að færri iPhone 6 plús verða til á degi hverjum. Foxconn er með um 100 framleiðslulínur að fullum störfum við að framleiða símann allan sólarhringinn í Zhengzhou í Kína. Það eru því rúmlega 200 þúsund manns sem starfa nú einungis við það að framleiða símana vinsælu og leitar Foxconn nú dyrum og dyngjum að nýju starfsfólki. Þetta vandamál virðist þó koma upp í hvert sinn sem Apple hleypir nýrri vöru af stokkunum og eiga samstarfsaðilar oft í stökustu vandræðum með að mæta þeirri gífurlegu eftirspurn sem myndast fyrir vörum fyrirtækisins.
Tengdar fréttir Kynningarmyndböndin fyrir iPhone 6 og Apple Watch vekja lukku Apple setti myndböndin á netið í gær og fólk um allan heim hefur horft á þau, enda ríkir mikil eftirvænting eftir vörunum. 10. september 2014 10:39 Apple kynnir stærstu breytinguna á iPhone hingað til Apple hefur birt myndir af iPhone 6. 9. september 2014 17:13 Vill iPhone 6 í skiptum fyrir systur sína Maður frá Sádí-Arabíu hefur beðið unnusta systur sinnar um iPhone 6 ef hann ætlar sér að fá að giftast henni. 16. september 2014 15:13 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Kynningarmyndböndin fyrir iPhone 6 og Apple Watch vekja lukku Apple setti myndböndin á netið í gær og fólk um allan heim hefur horft á þau, enda ríkir mikil eftirvænting eftir vörunum. 10. september 2014 10:39
Apple kynnir stærstu breytinguna á iPhone hingað til Apple hefur birt myndir af iPhone 6. 9. september 2014 17:13
Vill iPhone 6 í skiptum fyrir systur sína Maður frá Sádí-Arabíu hefur beðið unnusta systur sinnar um iPhone 6 ef hann ætlar sér að fá að giftast henni. 16. september 2014 15:13