Facebook-fjárfestir sakar stjórn Twitter um að reykja gras Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. september 2014 16:53 Orð Thiel hafa vakið athygli. Orð fjárfestisins Peter Thiel um stjórnendur samskiptamiðilsins Twitter hafa vakið athygli. Thiel, sem var fyrstur til þess að leggja fé í Facebook, sagði í viðtali á CNBC að svo virtist sem stjórnendur Twitter reyktu mikið gras og það bitnaði á gengi fyrirtæksins. „Það er erfitt að meta Twitter. Fyrirtækið er mjög efnilegt en því er hræðilega illa stýrt. Líklega er mikið gras reykt þar. En vörumerkið er svo sterkt að fyrirtækinu gengur vel þrátt fyrir allt,“ sagði Thiel. Bijan Sabet, sem hefur fjárfest í Twitter, svaraði Thiel í tísti og sagði: „Ég hef aldrei hitti Peter, en orð hans eru mjög ljót, kjánaleg og röng.“ Á vef Business Insider kemur fram að annað ársfjórðungsuppgjör Twitter hafi sýnt góða afkomu; verið betra en menn á Wall Street höfðu búist við. Business Insider bendir einnig á að Thiel hafi mjög fastmótaðar hugmyndir um frumkvöðlastarfsemi. Hann telur að of margir fari í háskóla og hefur sagst vilja búa til frjálslynt ríki á palli úti á hafi. Jason Goldman, stjórnarmaður Twitter, notaði einmitt þessar hugmyndir til þess að svara Thiel: „Hversu skakkur varstu þegar þú vildi búa á palli úti á hafi? „Þetta er eins og...nei þetta *er* Vatnaveröld, maður,““ sagði Goldman í gegnum Twitter. Hér að neðan má sjá Thiel á CNBC og heyra orð hans. Hér má svo sjá tístið frá Goldman: Yo but how high were you when you decided to go live on an ocean platform. "No not like. It *is* Waterworld man." pic.twitter.com/rb3DHOfusQ— Jason Goldman (@goldman) September 17, 2014 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Orð fjárfestisins Peter Thiel um stjórnendur samskiptamiðilsins Twitter hafa vakið athygli. Thiel, sem var fyrstur til þess að leggja fé í Facebook, sagði í viðtali á CNBC að svo virtist sem stjórnendur Twitter reyktu mikið gras og það bitnaði á gengi fyrirtæksins. „Það er erfitt að meta Twitter. Fyrirtækið er mjög efnilegt en því er hræðilega illa stýrt. Líklega er mikið gras reykt þar. En vörumerkið er svo sterkt að fyrirtækinu gengur vel þrátt fyrir allt,“ sagði Thiel. Bijan Sabet, sem hefur fjárfest í Twitter, svaraði Thiel í tísti og sagði: „Ég hef aldrei hitti Peter, en orð hans eru mjög ljót, kjánaleg og röng.“ Á vef Business Insider kemur fram að annað ársfjórðungsuppgjör Twitter hafi sýnt góða afkomu; verið betra en menn á Wall Street höfðu búist við. Business Insider bendir einnig á að Thiel hafi mjög fastmótaðar hugmyndir um frumkvöðlastarfsemi. Hann telur að of margir fari í háskóla og hefur sagst vilja búa til frjálslynt ríki á palli úti á hafi. Jason Goldman, stjórnarmaður Twitter, notaði einmitt þessar hugmyndir til þess að svara Thiel: „Hversu skakkur varstu þegar þú vildi búa á palli úti á hafi? „Þetta er eins og...nei þetta *er* Vatnaveröld, maður,““ sagði Goldman í gegnum Twitter. Hér að neðan má sjá Thiel á CNBC og heyra orð hans. Hér má svo sjá tístið frá Goldman: Yo but how high were you when you decided to go live on an ocean platform. "No not like. It *is* Waterworld man." pic.twitter.com/rb3DHOfusQ— Jason Goldman (@goldman) September 17, 2014
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira