Lotus segir upp fjórðungi starfsfólks Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2014 08:58 Lotus Evora. Ekki gengur alltof vel hjá breska sportbílaframleiðandanum Lotus og hefur fyrirtækið tilkynnt um uppsögn fjórðungs af starfsfólki sínu. Það þýðir að 325 starfmenn missa vinnu sína. Kemur það í kjölfar fækkunar á 201 starfsmanni í fyrra. Fyrirtækið hefur verið rekið með tapi undanfarin ár og ekki er langt síðan að skipt var um forstjóra þess, sem hafði uppi óraunsæjar hugmyndir um stækkun þess og fjölda nýrra bílgerða. Lotus tapaði 33 milljörðum króna á síðasta ári og er það nokkuð vænt tap fyrir ekki stærra fyrirtæki. Sala á Lotus bílum hrapaði um heil 40% á síðasta ári og seldi það aðeins 1.177 bíla. Gárungarnir hafa sagt að Lotus standi fyrir „Lots Of Trouble Usually Serious“ og ef vegferð þeirra heldur áfram á sömu braut er ekki langt þess að bíða að fyrirtækinu verði lokað. Færi þá enn einn skemmtilegur breski sportbílaframleiðandinn yfir móðuna miklu. Yrði slíkt mikil synd fyrir margan bílaáhugamanninn því sannarlega hefur Lotus framleitt margan magnaðan bílinn, auk þess sem Lotus hefur tengst liði í Formúlu 1 afar lengi, sem borið hefur nafn þess. Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent
Ekki gengur alltof vel hjá breska sportbílaframleiðandanum Lotus og hefur fyrirtækið tilkynnt um uppsögn fjórðungs af starfsfólki sínu. Það þýðir að 325 starfmenn missa vinnu sína. Kemur það í kjölfar fækkunar á 201 starfsmanni í fyrra. Fyrirtækið hefur verið rekið með tapi undanfarin ár og ekki er langt síðan að skipt var um forstjóra þess, sem hafði uppi óraunsæjar hugmyndir um stækkun þess og fjölda nýrra bílgerða. Lotus tapaði 33 milljörðum króna á síðasta ári og er það nokkuð vænt tap fyrir ekki stærra fyrirtæki. Sala á Lotus bílum hrapaði um heil 40% á síðasta ári og seldi það aðeins 1.177 bíla. Gárungarnir hafa sagt að Lotus standi fyrir „Lots Of Trouble Usually Serious“ og ef vegferð þeirra heldur áfram á sömu braut er ekki langt þess að bíða að fyrirtækinu verði lokað. Færi þá enn einn skemmtilegur breski sportbílaframleiðandinn yfir móðuna miklu. Yrði slíkt mikil synd fyrir margan bílaáhugamanninn því sannarlega hefur Lotus framleitt margan magnaðan bílinn, auk þess sem Lotus hefur tengst liði í Formúlu 1 afar lengi, sem borið hefur nafn þess.
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent