Tveggja daga rallýcrossmót í Kapelluhrauni Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2014 11:06 Frá keppni í Kapelluhrauni. Um helgina fer fram ein erfiðasta keppnin í rallýcrossi sem haldin er ár hvert af Rallycrossdeild AÍH. Mikil spenna og eftirvænting ríkir fyrir keppninni en hún verður haldin bæði laugardag og sunnudag á akstursíþróttarsvæði AÍH í Kaphelluhrauni í Hafnarfirði. Tuttugu og þrír keppendur eru skráðir í fjórum flokkum en búast má við mestu spennunni í 2000-flokknum en það eru ökutæki með vélar með allt að 2 lítra sprengirými. Mikill fjöldi keppenda í þessum flokki koma frá suðurnesjum og þeir sem þekkja rallýcross-keppnir sem fóru fram fyrir síðustu aldamót muna kannski eftir baráttu suðurnesja gegn Hafnfirskum keppendum en þeir fyrrnefndu mættu iðulega með hvítmáluð ökutæki gegn þeim gulu frá Hafnarfirði og verður spennandi að fylgjast með að þessu sinni. Eknir verða 4 undanriðlar á laugardeginum og 3 á sunnudeginum og gefa þeir allir stig í úrslitariðil en í úrslitariðli hljóta keppendur tvisvar sinnum fleiri stig en fást fyrir undanriðil. Öll stig keppenda eru að lokum lögð saman og vinnur sá sem flest stig hefur eftir báða daga. Reynir þetta mikið á keppendur og ökutæki þeirra þar sem hvoru tveggja þarf að virka báða dagana. Keppni hefst kl.13:00 og er miðaverð 1.000 krónur, en frítt er fyrir 12 ára og yngri. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent
Um helgina fer fram ein erfiðasta keppnin í rallýcrossi sem haldin er ár hvert af Rallycrossdeild AÍH. Mikil spenna og eftirvænting ríkir fyrir keppninni en hún verður haldin bæði laugardag og sunnudag á akstursíþróttarsvæði AÍH í Kaphelluhrauni í Hafnarfirði. Tuttugu og þrír keppendur eru skráðir í fjórum flokkum en búast má við mestu spennunni í 2000-flokknum en það eru ökutæki með vélar með allt að 2 lítra sprengirými. Mikill fjöldi keppenda í þessum flokki koma frá suðurnesjum og þeir sem þekkja rallýcross-keppnir sem fóru fram fyrir síðustu aldamót muna kannski eftir baráttu suðurnesja gegn Hafnfirskum keppendum en þeir fyrrnefndu mættu iðulega með hvítmáluð ökutæki gegn þeim gulu frá Hafnarfirði og verður spennandi að fylgjast með að þessu sinni. Eknir verða 4 undanriðlar á laugardeginum og 3 á sunnudeginum og gefa þeir allir stig í úrslitariðil en í úrslitariðli hljóta keppendur tvisvar sinnum fleiri stig en fást fyrir undanriðil. Öll stig keppenda eru að lokum lögð saman og vinnur sá sem flest stig hefur eftir báða daga. Reynir þetta mikið á keppendur og ökutæki þeirra þar sem hvoru tveggja þarf að virka báða dagana. Keppni hefst kl.13:00 og er miðaverð 1.000 krónur, en frítt er fyrir 12 ára og yngri.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent