Lífið

Vaknaði eftir aðgerð: Tönnlaðist á frænkum á pungnum

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
„Myndbandið hefur fengið miklu meiri viðbrögð en ég bjóst nokkurn tímann við,“ segir Nökkvi Dan Elliðason frá Vestmannaeyjum um myndband sem birtist af honum eftir að hann vaknaði eftir aðgerð og hefur verið eins og eldur í sinu um netheima. Það má sjá hér að ofan.

Á bakvið myndavélina er Elliði Vignisson bæjarstjóri og hann segir þetta hafa verið erfitt að halda myndavélinni stöðugri, því Nökkvi Dan hreinlega reitti af sér brandarana, eins og heyra má og sjá á myndbandinu. „Hann er um það bil svona fyndinn alltaf,“ segir pabbinn og hlær. Hann heldur áfram:

„Maður bjóst við þig að þetta yrði fyndið, að heyra hann vakna eftir svæfinguna. Hann er mikill frasamaður eins og heyra má og hann kastaði þeim þarna fram eins og ekkert væri. Frasar eins og „frænkur á pungnum.“ Þarna vöru mörkin auðvitað aðeins lægri vegna svæfingar og því var við því að búast að þetta yrði mjög fyndið.“

Nökkvi, sem var í aðgerð á hné, segist ekki muna mikið eftir því þegar hann vaknaði. „Ég man voðalega lítið eftir þessu öllu.“ Hann segir að viðbrögðin hafi í raun komið sér á óvart. „Ég hef fengið mikið af spurningum af hverju ég var í aðgerðinni. Ég vil taka það fram að þetta var ekkert alvarlegt, bara aðgerð eftir íþróttahnjask. En það er gaman að sjá hvað margir gleðjast yfir þessu myndbandi. Ég sá til dæmis að landsliðsfyrirliðinn okkar í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, var að deila þessu.“

Og það eru ekki einu viðbrögðin:

„Það eru komin einhver fleiri „like“ á prófíl myndina og nokkur „poke“. Ætli það megi ekki segja að það séu í rauninni frænkur á pungnum núna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.