Lánið hækkað um 11 milljónir: „Ég vildi fara öruggu leiðina“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. september 2014 12:48 Hér má sjá greiðsluseðilinn sem fer um Facebook. „Í dag ríkir mikill gleðidagur á heimilinu. Lánið okkar sem við tókum hjá íbúðalánasjóði sumarið 2006 upp á 18.000.000 skreið yfir 29.000.000 um þessi mánaðamót. Ég hef samviskusamlega greitt af því 83.437 - 132.365 krónur á mánuði, 96 gjalddaga sem leggst út á um rúmar 11.000.000 sem skemmtilegt nokk er sú upphæð sem lánið mitt hefur hækkað um á þeim 8 árum síðan ég tók það," skrifar Agla Þyrí Kristjánsdóttir á Facebook-síðu. Með færslunni birti hún mynd geriðsluseðli af húsnæðisláninu sínu. Myndin hefur vakið mikla athygli á Facebook; hefur verið deilt rúmlega sjö hundruð sinnum, um 630 manns hafa líkað við myndina og 93 athugasemdir hafa verið ritaðar við hana.Vildi fara öruggu leiðina „Við tókum 18 milljón króna húsnæðislán til 40 ára frá Íbúðarlánasjóði, maður sá að þessi gjaldeyrislán voru eitthvað svo mikil áhætta," segir Agla Þyrí í samtali við Vísi og bætir við: „Ég vildi fara öruggu leiðina," segir hún. Síðast greiðsluseðillinn sem Agla Þýrí borgaði af var sá 97. í röðinni, af 480 slíkum. Hið vísitölutengda lán hefur hækkað talsvert síðan Agla tók það ásamt eiginmanni sínum. Grunnvísitalan þegar lánið var tekið var 261,9 stig, en rúmum átta árum síðar er hún í 422,1 stigi. Greiðslubyrðin hefur farið úr um 83 þúsund krónum í um 132 þúsund krónur á mánuði.Viðbrögðin komu á óvart „Mér datt ekki í hug að þessi færsla myndi vekja svona sterk viðbrögð. Ég hef fengið margar athugasemdir. Einhverjir hafa bent á að virði hússins hafi líka hækkað. En við byggðum á sínum tíma í Bláskógabyggð. Ég bý ekki svo vel að búa í 101, virði hússins hefur haldist nokkuð stöðugt hérna hjá okkur. Allavega er þetta ekkert sem hefur einhver svakaleg áhrif," segir hún og heldur áfram: „Þessi mynd ætti bara að vera ágætis áminning fyrir alla. Þetta húsnæðiskerfi er ekki í lagi. Hvað ætli ég endi með að þurfa að borga fyrir húsið mitt? 120 milljónir?" Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
„Í dag ríkir mikill gleðidagur á heimilinu. Lánið okkar sem við tókum hjá íbúðalánasjóði sumarið 2006 upp á 18.000.000 skreið yfir 29.000.000 um þessi mánaðamót. Ég hef samviskusamlega greitt af því 83.437 - 132.365 krónur á mánuði, 96 gjalddaga sem leggst út á um rúmar 11.000.000 sem skemmtilegt nokk er sú upphæð sem lánið mitt hefur hækkað um á þeim 8 árum síðan ég tók það," skrifar Agla Þyrí Kristjánsdóttir á Facebook-síðu. Með færslunni birti hún mynd geriðsluseðli af húsnæðisláninu sínu. Myndin hefur vakið mikla athygli á Facebook; hefur verið deilt rúmlega sjö hundruð sinnum, um 630 manns hafa líkað við myndina og 93 athugasemdir hafa verið ritaðar við hana.Vildi fara öruggu leiðina „Við tókum 18 milljón króna húsnæðislán til 40 ára frá Íbúðarlánasjóði, maður sá að þessi gjaldeyrislán voru eitthvað svo mikil áhætta," segir Agla Þyrí í samtali við Vísi og bætir við: „Ég vildi fara öruggu leiðina," segir hún. Síðast greiðsluseðillinn sem Agla Þýrí borgaði af var sá 97. í röðinni, af 480 slíkum. Hið vísitölutengda lán hefur hækkað talsvert síðan Agla tók það ásamt eiginmanni sínum. Grunnvísitalan þegar lánið var tekið var 261,9 stig, en rúmum átta árum síðar er hún í 422,1 stigi. Greiðslubyrðin hefur farið úr um 83 þúsund krónum í um 132 þúsund krónur á mánuði.Viðbrögðin komu á óvart „Mér datt ekki í hug að þessi færsla myndi vekja svona sterk viðbrögð. Ég hef fengið margar athugasemdir. Einhverjir hafa bent á að virði hússins hafi líka hækkað. En við byggðum á sínum tíma í Bláskógabyggð. Ég bý ekki svo vel að búa í 101, virði hússins hefur haldist nokkuð stöðugt hérna hjá okkur. Allavega er þetta ekkert sem hefur einhver svakaleg áhrif," segir hún og heldur áfram: „Þessi mynd ætti bara að vera ágætis áminning fyrir alla. Þetta húsnæðiskerfi er ekki í lagi. Hvað ætli ég endi með að þurfa að borga fyrir húsið mitt? 120 milljónir?"
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira