Tróð saur upp í samfanga sinn: „Ég skal ganga frá þér“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. september 2014 16:36 Litla-hraun. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur Baldri Kolbeinssyni, sem ákærður er fyrir einstaklega ógeðfellda árás á samfanga sinn í fangelsinu við Litla-Hraun í maí á síðasta ári, fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Honum er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. „Það var rosalega mikið af skít. Aðrir fangaverðir voru einnig útataðir í skít eftir að hafa þurft að kljást við Baldur,“ segir fangavörður sem kom að árásinni. Sá sem fyrir árásinni varð sat inni á Litla-hrauni fyrir kynferðisbrot gegn barni, en var í kjölfarið fluttur í annað fangelsi. Síðan hefur hann verið látinn laus. „Baldur stendur bara upp, með saur í poka, og makaði honum framan í mig og tróð honum upp í mig líka. Þetta fór út um allt, upp í mig, í hárið á mér, andlitið og fötin. Þetta var út um allt,“ segir hann. Hann var fluttur á slysadeild með áverka á brjósti og hægri öxl, bólginn í andliti og opið sár við munnvik. Hann segir sér hafa borist hótanir frá Baldri eftir árásina. „Baldur kom til mín og spurði hvort ég ætlaði að draga kæruna til baka. Ég sagðist ekki vera búinn að ákveða það. Þá sagði hann: „Ef þú dregur ekki kæruna til baka þá skal ég sjá til þess að þú fáir ekkert út úr málinu og ég skal ganga frá þér. Hvort sem það er ég eða einhver annar“. Ég lét fangaverðina vita því þetta var hótun,“ segir hann og bætir við: „Ég er dæmdur kynferðisbrotamaður og við verðum fyrir miklu aðkasti. Ég hef ekki átt í neinum samskiptum við Baldur en hann sagði við mig: „Hvenær ætlaru að hengja þig? Hvenær ætlaru að hengja þig?“ Fangavörður sagði í vitnaleiðslum í dag að kynferðisbrotamenn í fangelsinu yrðu oft fyrir miklu aðkasti og því þyrfti að fylgjast sérstaklega með þeim. Þegar árásin hafi átt sér stað hafi ekkert óeðlilegt verið í gangi, báðir hefðu þeir setið á sitthvorum bekknum án nokkurra orðaskipta. Baldur Kolbeinsson, 24 ára, hefur hlotið fjölda refsidóma frá sautján ára aldri. Ríkissaksóknari höfðar nú mál gegn honum vegna árásar á samfanga sinn, Matthías Mána Erlingsson, í september á síðasta ári og vegna innbrots í heimahús í Kópavogi í febrúar síðastliðnum. Fangelsismál Tengdar fréttir Misþyrmdi samfanga Baldur Kolbeinsson, fangi á Litla-Hrauni, sem ákærður hefur verið fyrir árás á samfanga sinn er gefið að sök að hafa meðal annars safnað töluverðu magni af mannasaur í poka og troðið saurnum upp í munn annars fanga. 13. janúar 2014 21:05 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur Baldri Kolbeinssyni, sem ákærður er fyrir einstaklega ógeðfellda árás á samfanga sinn í fangelsinu við Litla-Hraun í maí á síðasta ári, fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Honum er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. „Það var rosalega mikið af skít. Aðrir fangaverðir voru einnig útataðir í skít eftir að hafa þurft að kljást við Baldur,“ segir fangavörður sem kom að árásinni. Sá sem fyrir árásinni varð sat inni á Litla-hrauni fyrir kynferðisbrot gegn barni, en var í kjölfarið fluttur í annað fangelsi. Síðan hefur hann verið látinn laus. „Baldur stendur bara upp, með saur í poka, og makaði honum framan í mig og tróð honum upp í mig líka. Þetta fór út um allt, upp í mig, í hárið á mér, andlitið og fötin. Þetta var út um allt,“ segir hann. Hann var fluttur á slysadeild með áverka á brjósti og hægri öxl, bólginn í andliti og opið sár við munnvik. Hann segir sér hafa borist hótanir frá Baldri eftir árásina. „Baldur kom til mín og spurði hvort ég ætlaði að draga kæruna til baka. Ég sagðist ekki vera búinn að ákveða það. Þá sagði hann: „Ef þú dregur ekki kæruna til baka þá skal ég sjá til þess að þú fáir ekkert út úr málinu og ég skal ganga frá þér. Hvort sem það er ég eða einhver annar“. Ég lét fangaverðina vita því þetta var hótun,“ segir hann og bætir við: „Ég er dæmdur kynferðisbrotamaður og við verðum fyrir miklu aðkasti. Ég hef ekki átt í neinum samskiptum við Baldur en hann sagði við mig: „Hvenær ætlaru að hengja þig? Hvenær ætlaru að hengja þig?“ Fangavörður sagði í vitnaleiðslum í dag að kynferðisbrotamenn í fangelsinu yrðu oft fyrir miklu aðkasti og því þyrfti að fylgjast sérstaklega með þeim. Þegar árásin hafi átt sér stað hafi ekkert óeðlilegt verið í gangi, báðir hefðu þeir setið á sitthvorum bekknum án nokkurra orðaskipta. Baldur Kolbeinsson, 24 ára, hefur hlotið fjölda refsidóma frá sautján ára aldri. Ríkissaksóknari höfðar nú mál gegn honum vegna árásar á samfanga sinn, Matthías Mána Erlingsson, í september á síðasta ári og vegna innbrots í heimahús í Kópavogi í febrúar síðastliðnum.
Fangelsismál Tengdar fréttir Misþyrmdi samfanga Baldur Kolbeinsson, fangi á Litla-Hrauni, sem ákærður hefur verið fyrir árás á samfanga sinn er gefið að sök að hafa meðal annars safnað töluverðu magni af mannasaur í poka og troðið saurnum upp í munn annars fanga. 13. janúar 2014 21:05 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Misþyrmdi samfanga Baldur Kolbeinsson, fangi á Litla-Hrauni, sem ákærður hefur verið fyrir árás á samfanga sinn er gefið að sök að hafa meðal annars safnað töluverðu magni af mannasaur í poka og troðið saurnum upp í munn annars fanga. 13. janúar 2014 21:05