Styttist í nýjan Passat Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2014 10:45 Sterkari og meira afgerandi línur í nýjum Passat. Volkswagen Passat á sér langa sögu en fyrsta gerð hans var kynnt árið 1973. Hann hefur ávallt verið mikilvægur bíll fyrir Volkswagen og nú er komið að sjöundu kynslóð hans sem kynnt verður nú á haustdögum. Nýr Passat verður byggður á MQB undivagninum og verður hann 85 kílóum léttari fyrir vikið. Að utan er bíllinn örlítið styttri og lægri en forverinn en engu að síður er innanrými hans meira, sem og höfuðrými fyrir farþega. Þó svo að Passat hafi í gegnum tíðina ekki verið lúxusbíll hefur hann aldrei komist eins nálægt því og með þessari nýju kynslóð, en bíllinn verður hlaðinn búnaði og hægt verður að auka við hann með valbúnaði. Þar á meðal er 360 gráðu myndavél sem sýnir allt umhverfi bílsins, sjálfvirka lagningu í bílastæði, búnað sem greinir gangandi vegfarendur og búnað sem varpar helstu upplýsingum uppá framrúðuna. Mikið val verður um vélbúnað en 240 hestafla dísilvél og 280 hestafla bensínvél toppa það val. Einnig verður nú hægt að fá Passat sem Plug-In-Hybrid bíl og er hann 156 hestöfl og kemst bíllinn fyrstu 50 kílómetrana á rafmagni eingöngu. Þá er líklegt að í kjölfarið verði í boði VR6 útgáfa Passat með 3,0 lítra mjög öfluga vél. Í Kína verður í boði lengri útgáfa Passat, en eingöngu þar. Sala nýs Passat hefst strax í haust en bíllinn verður kynntur blaðamönnum í október. Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent
Volkswagen Passat á sér langa sögu en fyrsta gerð hans var kynnt árið 1973. Hann hefur ávallt verið mikilvægur bíll fyrir Volkswagen og nú er komið að sjöundu kynslóð hans sem kynnt verður nú á haustdögum. Nýr Passat verður byggður á MQB undivagninum og verður hann 85 kílóum léttari fyrir vikið. Að utan er bíllinn örlítið styttri og lægri en forverinn en engu að síður er innanrými hans meira, sem og höfuðrými fyrir farþega. Þó svo að Passat hafi í gegnum tíðina ekki verið lúxusbíll hefur hann aldrei komist eins nálægt því og með þessari nýju kynslóð, en bíllinn verður hlaðinn búnaði og hægt verður að auka við hann með valbúnaði. Þar á meðal er 360 gráðu myndavél sem sýnir allt umhverfi bílsins, sjálfvirka lagningu í bílastæði, búnað sem greinir gangandi vegfarendur og búnað sem varpar helstu upplýsingum uppá framrúðuna. Mikið val verður um vélbúnað en 240 hestafla dísilvél og 280 hestafla bensínvél toppa það val. Einnig verður nú hægt að fá Passat sem Plug-In-Hybrid bíl og er hann 156 hestöfl og kemst bíllinn fyrstu 50 kílómetrana á rafmagni eingöngu. Þá er líklegt að í kjölfarið verði í boði VR6 útgáfa Passat með 3,0 lítra mjög öfluga vél. Í Kína verður í boði lengri útgáfa Passat, en eingöngu þar. Sala nýs Passat hefst strax í haust en bíllinn verður kynntur blaðamönnum í október.
Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent