Nýr Nissan Leaf kemst 290 km á hleðslunni Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2014 13:30 Svona gæti nýr Nissan Leaf litið út.....vonandi. Næsta kynslóð rafmagnsbílsins Nissan Leaf á að geta komist 290 kílómetra á hverri hleðslu rafmagns. Núverandi Leaf kemst nú 135 kílómetra svo sá nýi bætir 115% um betur og munar um minna. Nýr Nissan Leaf verður kynntur árið 2016 og verður hann búinn gerbreyttum rafhlöðum. Núverandi Leaf er með lithium-ion rafhlöður en sá nýi verður útbúinn rafhlöðum sem byggja á annarri tækni. Þessar nýju rafhlöður verða einnig notaðar í fyrsta rafmagnsbílnum frá lúxusarmi Nissan, Infinity. Nissan mun líklega bjóða Leaf með mismunandi drægni þar sem sá sem kemst lengst verður talsvert dýrari en núverandi Leaf. Nissan hefur reynslu af því að auka sölu Leaf bílsins með mislangdrægum útfærslm, en hún jókst mjög þegar Nissan kynnti skammdrægari Leaf í fyrra. Nissan ætlar í leiðinni að breyta útliti Leaf verulega og verður hann líkari venjulegum fólksbílum og fremur framúrstefnulegur. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent
Næsta kynslóð rafmagnsbílsins Nissan Leaf á að geta komist 290 kílómetra á hverri hleðslu rafmagns. Núverandi Leaf kemst nú 135 kílómetra svo sá nýi bætir 115% um betur og munar um minna. Nýr Nissan Leaf verður kynntur árið 2016 og verður hann búinn gerbreyttum rafhlöðum. Núverandi Leaf er með lithium-ion rafhlöður en sá nýi verður útbúinn rafhlöðum sem byggja á annarri tækni. Þessar nýju rafhlöður verða einnig notaðar í fyrsta rafmagnsbílnum frá lúxusarmi Nissan, Infinity. Nissan mun líklega bjóða Leaf með mismunandi drægni þar sem sá sem kemst lengst verður talsvert dýrari en núverandi Leaf. Nissan hefur reynslu af því að auka sölu Leaf bílsins með mislangdrægum útfærslm, en hún jókst mjög þegar Nissan kynnti skammdrægari Leaf í fyrra. Nissan ætlar í leiðinni að breyta útliti Leaf verulega og verður hann líkari venjulegum fólksbílum og fremur framúrstefnulegur.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent